Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 93
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 1951 83 ekki árásarmennina í Kóreu. 5) Nefndin krefst þess af Nefnd sameiginlegra að- gerða að athuga sem skjótast framhaldsaðgerðir gegn árásinni. 6) Nefndin stað- festir, að það sé enn sem fyrr stefna Sameinuðu þjóðanna að binda endi á hern- aðaraðgerðirnar og ná markmiði Sameinuðu þjóðanna með friðsamlegum ráðum og biður forseta þingsins að stofna með tveimur mönnum öðrum sáttanefnd. Hinn 24. janúar báru 12 ríki Asíu og Arabíu fram tillögu um sjö-veldaráð- stefnu, þar eð Pekingstjórnin hafði þá sent nýjar tillögur til samkomulags. Var gert ráð fyrir að ráðstefnan gæti samþykkt vopnahlé til bráðabirgða, en fulltrúi Bandaríkjanna hafnaði þeirri tillögu með öllu. Þá var einnig ljóst orðið, að Bret- land hafði beygt sig undir vilja Bandaríkjanna, því að brezki fulltrúinn, Sir Gladwyn Jepp gaf til kynna, að hann væri samþykkur bandarísku tillögunni í aðalatriðum. Tillaga Araba- og Asíuríkjanna var því felld með 18 atkv. gegn 27, en 14 sátu hjá. Bandaríska tillagan var síðan samþykkt með 44 atkv. gegn 7, en 7 ríki sátu hjá, meðal þeirra Júgóslavía og Svíþjóð. Með samþykkt þessari var Kína yfirlýstur árásaraðili, en refsiaðgerðir gegn Kína voru ekki samþykktar að sinni, þær skyldu fara sína boðleið í nefndum. Fulltrúi Indlands lét svo um mælt, að með þessari samþykkt hefðu vonir manna um friðsamlega lausn deilunnar verið að engu gerðar. Það er auðsætt, að rökrétt afleiðing þeirrar bannfæringar, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa kveðið yfir Kína, verður refsiaðgerðir í' einhverri mynd. Raunar var samþykktin gerð með svo miklum vangaveltum, að vænta má, að róðurinn verði Bandaríkjunum allerfiður. Hins vegar hefur þeim til þessa tekizt að þvæla fylgiríki sín úr hverju víghreiðrinu á fætur öðru og teyma þau á eftir sér að. því hengiflugi, sem heitir þriðja heimsstyrjöldin. Tíminn mun skera úr því, hvort þau spyma við fótum á yztu nöf eða steypast í djúpið. „Frá sjónarmiði sósíalista" Þremur dögum eftir að Sameinuðu þjóðirnar bannfærðu kínverska alþýðulýð- veldið birtist grein með ofangreindri fyrirsögn í vikuritinu Neiv Statesman, sem er eitt af málgögnum Verkamannaflokksins brezka. Greinin er eftir G. D. H. Cole, prófessor í hagfræði við Lundúnaháskólann. Cole er einhver afkastamesti rithöf- undur Breta og einn af fremstu mönnum Verkamannaflokksins og hefur átt einna mestan þátt í að túlka hina brezku tegund sósíalismans, því að í því efni sem öðru geta Bretar ekki verið eins og aðrir menn. Grein þessi er pólitísk játning rnanns, sem hefur verið „sósíalisti alla ævi“, svo sem hann kemst að orði, en hún' er á marga lund hin merkilegasta, einkum vegna þess, að hún er táknræn um þá pólitísku kreppu, sem er að læsa sig um brezka Verkamannaflokkinn og kannski mætti kalla kreppu hins „brezka sósíalisma“. Cole prófessor farast svo orð: „Eg verð að hefja mál mitt á því, er styrjöldin skall á í Kóreu. Svo sem við skildum ástandið þá, var það á þá lund, að Ameríkumenn höfðu farið á brott með herlið sitt frá Kóreu, en höfðu lýst því yfir opinberlega, að þeir teldu ekki Suður- Kóreu verjandi ef til stríðs mundi draga. Eg varð ekkert undrandi á því, þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.