Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 20
10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
klæddir, eða sagt þjóðinni sannleikann um það sem þeir eru að fremja.
Þeir neyðast til að fara líkt að við hana og sá er leiðir lamb til slátrun-
ar og bregður grímu fyrir ásjónu þess, svo að það sjái ekki hvað hann
hefur í hyggju. Hvert glæfrasporið stigið með Island að undanförnu
hefur verið reynt að hylja í rykmekki ósanninda. Keflavíkursamning-
urinn, erlend smíð sem alþingi átti ekki að fá leyfi til að breyta í staf-
krók, var nefndur íslenzkt afreksverk. Þeir vissu sem fyrir honum
gengust að svo mikil var andúðin gegn herstöðvaleigu að ekki hlýddi
að ætla sér að fá hann samþykktan á íslandi með því að nefna hann
eins og hann er: samning um að leigja Bandaríkjunum herstöð, heldur
varð að búa hann dulklæðum, og hann fékk hina hlálegu fyrirsögn, til-
laga um niðurfellingu herverndarsamningsins frá 1941 o. fl., það er að
segja fyrirsögn öfuga við innihald sitt; og þar á ofan var leikinn skop-
þáttur um opinbera afhendingu vallarins í hendur íslendingum, og ís-
lenzkir ráðherrar stóðu þar lágreistir undir brotinni fánastöng með
glott bandaríkjahermanna hvílandi á sér sem fyrirboða þeirrar auð-
mýkingar við Islendinga sem fylgt hefur í kjölfar þessa samnings.
Marshallsamningurinn, sem frá upphafi var ætlaður eins og raun er á
orðin til að tryggja Bandaríkjunum vald yfir fjármálastefnu íslands,
hefur verið básúnaður viðreisnarhjálp, örlæti og göfugmennska sem
ekki eigi sér hliðstæðu í veraldarsögunni, samningur sem ríkisstjórnin
hefur ekki einu sinni talið æskilegt að leggja fyrir alþingi til staðfest-
ingar, heldur gert á eigin ábyrgð. Og loks er tilræði við sjálfstæði og
líf þjóðarinnar, atlantshafssáttmálanum, sem leggur ísland undir her-
stjórn Bandaríkjanna, þröngvað með ofbeldi að alþingi með þá lygi
að yfirvarpi að íslandi sé búin árásarhætta og að þessi sáttmáli hinna
raunverulegu árásarríkj a veiti okkur einhverj a vörn! Þannig er ósann-
ur málflutningur orðinn grundvöllur að utanríkisstefnu íslands, og
hvert tákn sem sést frá æðstu stjórnarvöldum á íslandi verður að lesa
öfugt til þess að það fái rétta merkingu.
10
Fyrsta skilyrði fyrir íslendinga er að gera sér raunverulega grein
fyrir hvar þeir standa og horfast í augu við staðreyndirnar þótt illar
séu. Ekki er átakanlegri mynd en af þjóð sem Iætur blinda sig og