Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 12
2
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Við höfum síðan ráðfært okkur um árgjaldshækkun við alla umboðsmenn Máls
og menningar og hafa þeir flestir gefið okkur greið og skýr svör og lýst einarðlega
skoðun sinni, svo að við höfum ekki öðru sinni sannfærzt betur um ágæti og ein-
lægni þessara starfsmanna félagsins. Svör þeirra eru, eins og vænta má, ekki öll
á sama veg, og mótast framar öllu af atvinnuskilyrðum fólksins á hverjum stað.
Nokkrir umboðsmenn, einkum á Suðurlandi og í sveitum, eru fylgjandi tillögunni
um hækkun árgjaldsins upp í 100 kr. og láta í ljós fögnuð yfir því að stigið sé
svo djarft spor til að auka útgáfuna og telja að félagsmenn muni taka þeirri
stefnu vel. Allir eru sammála um að Mál og menning megi ekki draga saman segl-
in og sjá þá jafnframt að mikil árgjaldshækkun er óhjákvæmileg. En meirihluti
umboðsmanna af Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum hræðist svo atvinnu-
ástandið, að þeir telja ekki fært að auka nema sem minnst útgjöld félagsmanna,
og hafa margir sem stærst hafa umboðin gert þá tillögu að farin verði millileið og
árgjaldið hækkað upp í 75 kr.
Eftir vandlega íhugun teljum við, að minni árgjaldshækkun komi ekki að gagni
til að halda uppi sömu útgáfu og verið hefur og vafasamt að til hrökkvi, en hins
vegar komi ekki annað til greina en fylgja ráðleggingum meirihluta umboðs-
manna og gerðum því að tillögu við félagsráð Máls og menningar, að árgjaldið
1951 yrði 75 kr. og samþykkti félagsráð hana einróma á fundi 21. febrúar.
Við treystum því að félagsmenn allir skilji nauðsyn þessarar ráðstöfunar og að
enginn þeirra láti árgjaldshækkunina verða til þess að hann slíti tryggð við Mál
og menningu. Félagið breytir ekki grundvelli sínum, þó að árgjaldið verði að
hækka. Eftir sem áður er Mál og menning sparnaðarsamtök fátækrar menningar-
þyrstrar alþýðu.
Stjórn Máls og menningar.
Einhugur íslendinga í handritamálinu
Því er að fagna að frá því síðasta hefti kom út hefur komið nýr skriður á hand-
ritamálið hér heima, og hafa á alþingi verið samþykktar um það tvær tillögur, önn-
ur frá Pétri Ottesen þar sem hann endurtekur kröfu Islands til handritanna, hin
frá Gunnari Thoroddsen um að reisa hús yfir handritin hér heima svo að þeim sé
tryggður öruggur staður. í grein í síðasta tímariti var bent á yfirlýsingu ríkis-
stjórnar íslands frá 1946 um að hún væri reiðubúin að sjá handritunum fyrir góð-
um geymslustað og öruggri vörzlu þegar heim kæmu, og um leið var hér tekið
fram, hver stuðningur það væri íslendingum í þessu máli, ef ríkisstjómin nú vildi
endurnýja þá yfirlýsingu. Þetta hefur nú verið gert. Þegar tillaga Gunnars Thor-
oddsen var til fyrri umræðu á Alþingi fórust menntamálaráðherra Bimi Ólafssyni
m. a. orð á þessa leið:
„Þingsályktunartillaga þessi er að mestu samhljóða samþykkt sem íslenzka rík-
isstjómin gerði á fundi 31. júlí 1946, samkvæmt tillögum sex íslenzkra fræði-
manna í bréfi til menntamálaráðherra, dags. 27. apríl 1946. Munurinn er aðallega
FRAMH. Á 89. BLS.