Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 124
114 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR beltum, til að skýla 120 milj. hektara svæði lands fyrir hinum suðaustlægu eyðimerkurstormum og vemda landbún- aðinn á þessum svæðum gegn hinum ægilegu þurrkum, sem þarna herja á fárra ára fresti. Átta stærstu skógabeltin eru yfir 5000 km á lengd. Milli þeirra verður svo urmull smærri belta. Næsta skrefið í landvemdaráætlun ráðstjórnarinnar eru áveituframkvæmdir svo risavaxnar umfangs, að maður verð- ur næstum að grípa til stjarnfræðilegra talnastærða! Við, sem vanir erum að brjóta heilann um nokkur hundruð eða þúsund dekara og hektara, stöndum blátt áfram orðlausir af undrun! Hjá borgunum Kúbýsjeff og Stalín- grad við Volgu á að reisa tvö stærstu raf- orkuver heimsins, með samtals 3 millj. og 700 þús. kílówatta orku. Frá stíflunni við Stalíngrad einni saman verður unnt að veita vatni á svæði, sem er 65 sinnum stærra en svæðið, sem fær vatn frá hinni frægu Boulderstíflu í Bandaríkjunum, en það er stærsta áveitusvæði í auðvalds- heiminum. Frá þessum tveimur stíflum og frá hinum fyrirhugaða 1100 km langa Aðal-Túrkmenistanskurði ásamt raf- orkustíflu í Dnjepr við borgina Kark- hova, verður veitt vatni á 25 millj. hekt- ara svæði, eða stærra en Belgía, Holland, Austurríki, Sviss og Danmörk til sam- ans! — Ollum þessum framkvæmdum á að ljúka á minna en 10 árum! Á sama tíma og blöð og útvarpsstöðv- ar hér á Vesturlöndum eru að gera al- menning örvita af hræðslu út af enda- lausu styrjaldar- og vígbúnaðarþvaðri sínu, fylla blöð Ráðstjórnarríkjanna dálka sína og útvarpsstöðvar sendingar sínar með frásögnum af þessum stór- felldustu uppbyggingarframkvæmdum veraldarinnar. — Olíkt höfumst vér að! Það væri ekki fullur sannleikur, ef maður héldi, að Ráðstjórnarríkin væru algerlega ein um jákvætt viðhorf til land- verndar. Því má aldrei gleyma, að Norð- vesturevrópa með Skandinavíu er sá hluti heimsbyggðarinnar, sem bezt hef- ur varðveitt lönd sín gegnum aldirnar. Þaulreyndar akuryrkjuaðferðir hafa ver- ið hafðar um hönd lengi; borið á lönd- in og sáðskipti viðhöfð. Þá hefur t. d. skógalöggjöf Norðurlanda um langt skeið hindrað, að skógarnir væru eyddir. Þrátt fyrir þá dökku útsýn, sem „Heimur á heljarþröm" veitir, gefur höf. lesandanum þó von um, að unnt væri að forðast eyðingu mannkynsins, ef skyn- semin væri sett í hásæti. Sterkt tákn þess, að sú von þurfi ekki að bresta eru landbúnaðarmenning norðlægrar Evr- ópu og hið nýja viðhorf ráðstjórnarþjóð- anna til náttúrunnar. Það var vel til fallið, að Hákon Bjarnason skyldi þýða þessa bók á ís- lenzku, því að hann er sá maður, se.m bezt og dyggilegast hefur reynt að leiða Islendingum fyrir sjónir voða uppblást- ursins á landi okkar. Að mínu viti er þýðing hans prýðilega af hendi levst, eins og vænta mátti af honum. Mál hans er snjallt og kjammikið. Hann á miklar þakkir skildar fyrir þessa þýðingu. Það er einlæg ósk mín og von, að sem flestir, er þessar línur lesa, kaupi þessa bók og lesi hana vandlega. Hér er um að ræða efni, sem varðar hvert mannsbarn. SigurSur Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.