Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 99
VERÐUR NOBELSLAUNA 89 leigukota með bergmáli og endurskini gauzkra ljóða. (Menning okkar er að þessu leyti gölluð vegna rofinna erfðavenja og stílleysis, sem verður frekast ennþá aug- ljósara við fljótfenginn gljáa skipulagðrar sveitarómantíkur.) Sú sambræðsla natúr- alisma og rómantíkur, táknsæis og raunsæis sem Halldóri hefur tekizt að skapa — og hefur veitt honum sérstöðu í landi sínu, hjá þjóð sinni — hún er þegar allt kemur til alls fengin með skyldleika og samkennd, ekki með því að brjótast út eða ein- angrast. Og þó að Laxness hafi sjálfur dvalizt lengi erlendis og samið langa þætti mestu verka sinna í öðrum löndum, þá er samkennd hans með náttúru ættlands síns hluti sjálfs jarðvegarins sem skáldskapur hans er úr sprottinn. A þennan hátt væri hægt að rekja smátt og smátt og varpa ljósi yfir einstök at- riði sem safnast saman í listaverk með óvenjulegri reisn í hinum auðuga skáldskap Halldórs. Eftir þessa fjórðu þýðingu — hin fyrsta þeirra, Salka Valka, var komin út fyrir stríð — hafa allir tök á og enn frekari ástæðu til að kynnast þeim höfundi sem að margra áliti á nóbelsverðlaun bezt skilið þeirra sem á norrænar tungur hafa ritað, næst á eftir Selmu Lagerlöf og Martin Andersen Nexö. Rit hans eiga án efa eftir að lifa verk margra verðlaunahöfunda um langt árabil. Spurningin er hve lengi heiður akademíu okkar getur lifað af ennþá eina sniðgöngu af sama tagi og þá sem bitnaði á Gorki, Dreiser og (það er víst orðið óhætt að nota þátíð) Nexö. Víst er að ekki er lengur hægt að vísa frá uppástungu um.Laxness. Hann er þegar orðinn eitt af þeim ljósum heimsins sem skærast skína. J. B. þýddi. Einhugur íslendinga í handritamálinu framh. af 2. bls. sá, að í þingsályktunartillögu þessari er gert ráð fyrir að byggt verði sérstakt hús fyrir handritin, en í áðurnefndri samþykkt ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að séð verði fyrir öruggum stað til að varðveita handritin ... Þótt fyrir liggi áðumefnd samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 1946, tel ég eðlilegt að Alþingi láti í ljós vilja sinn í þessu efni, svo að ekki leiki á tveim tungum að vilji framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins fari saman og að óhögguð standi sú yfirlýsing, sem gefin var 1946.“ Ráðherra talar hér skýrt og skorinort. Ríkisstjórn og alþingi íslendinga hafa þannig enn að nýju sýnt fullan einhug í þessu máli og vilja sinn á því að búa örugglega að handritunum þegar þeim verður skilað og að láta reisa yfir þau sér- staka byggingu. Á bak við þessar yfirlýsingar stendur óskiptur vilji allrar ís- lenzku þjóðarinnar. Væntanlega dregst nú ekki lengi úr þessu, að danska nefndin skili áliti og gengið verði aftur til samninga milli landanna um afhendingu hand- ritanna. Kr. E. A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.