Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 117
UMSAGNIR UM BÆKUR 107 anna og ráðunautur Jóns um allt sem að fyrirkomulagi útgáfunnar laut. Bréf Jóns til Maurers fóru og flest um hend- ur Guðbrands, og því eru ekki nema ör- fá bréf frá Jóni til Guðbrands í bókinni. I þessu bréfasafni er mikinn og marg- víslegan fróðleik að finna um sköpunar- sögu þjóðsagnasafnsins, bæði heima fyrir á Islandi og í síðustu áföngunum undir prentun, í Khöfn og Þýzkalandi, og er sýnilegt að bréfasafn Jóns verður hreinasta gullnáma þeim sem einhvern tíma munu rekja alla þá sögu til hlítar. Svo að eitt dæmi sé nefnt, þá sést hér hvernig á því stóð að formáli Jóns Árna- sonar var ekki prentaður fyrir þjóðsög- unurn, heldur formáli Guðbrands. En það var ekki því að kenna, eins og Guð- brandur segir í formálanum, að formáli Jóns kæmi ekki í tæka tíð, heldur hinu að Guðbrandi (og Jóni Sigurðssyni) lík- aði ekki formáli Jóns, og því gripu þeir til þess ráðs að Guðbrandur skrifaði formálann að Jóni fornspurðum. En þar sem formáli Jóns hefur nú verið prent- aður í útgáfu Sögufélagsins á þjóðsög- unum getur hver og einn myndað sér sína skoðun á því hvor formálinn sé betri. Bréfin til Jóns frá einstökum mönnum víðs vegar á landinu eru ekki síður nterkileg. Þau lýsa vel viðhorfi almenn- ings til þjóðsagnanna og þeim vaxandi áhuga á söfnuninni sem Jóni hefur tek- izt að blása samverkamönnum sínum í brjóst, og þau eru um leið mikilsverðar heimildir bæði um bréfritarana og um Jón Árnason sjálfan. Hér eru auk þess ekki aðeins bréf frá flestum ötulustu söfnurum hans, heldur og frá nokkrum öðrum, og sum þeirra bráðskemmtileg, eins og t. d. bréfin frá Þuríði Svein- bjarnardóttur, Benedikt Gröndal (í einu þeirra er áður óprentað skopkvæði) og sr. Árna Helgasyni. Fjöldi bréfritar- anna gerir það að verkum að bókina skortir aldrei tilbreytni, þó að mörg bréfin snúist um sömu efni. Frágangur allur á bókinni er hinn snyrtilegasti og prófarkir lesnar af mik- illi vandvirkni. Greinargerð fyrir útgáf- unni og efnisvali kemur í síðara bindi, og verður því ekki um það rætt hér. Allir sem lesið hafa þessa bók munu bíða síðara bindisins með óþreyju. For- lag og útgefandi eiga skilið beztu þakk- ir fyrir bókina, sem varla mun verða síður vinsæl en fyrri útgáfur Finns Sig- mundssonar af sama tagi. J. B. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmennta- félags 1839—1873. 1. Húnavatnssýsla. Jón Ey- þórsson bjó til prentunar. Akureyri 1950. Bókaútgáfan Norðri. Þessari bók er ætlað að vera upphaf á miklu verki og merkilegu: heildarútgáfu á sýslu- og sóknalýsingum þeim sem samdar voru að tilhlutun Bókmenntafé- lagsins á síðustu öld, flestar á árunum 1839—43, en nokkrar síðar, allt fram til 1873. Lýsingarnar eru svör við spurning- um sem sendar voru öllum sýslumönnum og sóknarprestum á íslandi árið 1838; sýslumönnum voru sendar 12, prestunum 70 spumingar, og munu þær að mestu valdar af þeim Jónasi Hallgrímssyni og Jóni Sigurðssyni. Tilgangur félagsins með þessari ráðabreytni var að afla sér efniviðar í Islandslýsingu, en úr henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.