Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 67
MORGUNN
57
ckki með neinum kvenmanni, hafði bara móður sína gamla að sjá fyr-
ir .. . Jónatan var snillingur í að fara með byssu og þess vegna voru þeir
jafningjar, þess vegna horfði fólk á þá álengdar og hugsaði: Þarna
standa þeir Vigfús og Jónatan og ræðast við, og þess vegna langaði
marga til að stanza í námunda við þá og heyra, hvað þeir væru að
segja. .. .
það kom oft fyrir að kaupmaðurinn eða jafnvel presturinn fengi sér
spásserutúr niðrá bryggju og spyrði: Varstu að drepa hann í dag, Jón-
atan minn? Ef maður hafði verið heppinn, gaf maður þeim í soðið uppá
grín, bæði gerir maður eitt og annað fyrir kunningja sína og svo er
gaman að sjá menn í Ijósum, nýpressuðum buxum halda heim á blóðugu
kjötstykki. Hann var vanur að hafa þessi stykki þung og þeir sögðu: Nei
þetta er nú of mikið, Jónatan minn!
— 0, ætli veiti af því, vinur, segir maður þá, þessi refur er varla til
skiptanna. Hann og presturinn sögðu „þú“ hvor við annan. Annars
kunni hann illa við sig í sunnudagsfötum og fór aldrei í kirkju.
Einu sinni stóð sýslumannsyfirvaldið í bryggj uslorinu með kringlótta
derhúfu. Það geisaði stríð milli húfunnar og mannsins og maðurinn var
lítill undir húfunni.
— Þér eruð alltaf að skjóta, Jónatan, sagði hann.
Maður var nýlagztur uppað með nokkrar æðarkollur í poka aftur í
skutnum og byssan lá í skinnpoka frammi í barkanum.
— Ekki fer maður að tíunda þessar pokendur þarna afturí, sagði
maður.
Yfirvaldið undir kringlóttu húfunni stóð lengi þegjandi og horfði
oní bátinn og maður settist á þóftuna og kveikti sér í pípu....
nei, maður bjó ekki með kvenmanni eins og Jónatan. Maður hafði
bara mömmu sína gömlu til að hugsa um plöggin. „Settu nú á þig vettl-
inga, Fúsi minn, ef þú ferð eitthvað út,“ sagði hún, og þegar hann var
yngri, tróð hún ullarflóka inn á brjóstið á honum á veturna.
Maður liafði heldur ekki byggt neinn skúr eins og Jónatan, enda
hafði maður ekkert með meira pláss að gera, maður hafði bara mömmu
sína gömlu að staga í plöggin. Bráðum myndi sláturtíðin byrja fyrir al-
vöru. Þeir voru farnir að hreinsa og kalka í húsinu, og búið að setja