Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 14
4 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hafa komið að landi hlaðin gersemum. Svo óþrotlegar guðs gjafir eru á boðstólum handa íslendingum að hagnýta sér. í listum og bókmennt- um hefur arfurinn forni borið nýjan ávöxt; horft er með nýrri sjón yfir land og sögu, og unnin verk sem bera aftur uppi nafn íslands. Það er sem allt komi heim við æfintýrið: kotungssonurinn sem legið hafði í öskustó sprettur allt í einu á fætur, gerist afreksmaður og hreppir kóngsdótturina og kóngsríkið með. 3 Það er með sönnu en ekki af fordild að grípa verður eftir líkingu til að sýna það þróunarstökk sem orðið hefur; hagtíðindin eru þar ekki einhlít, heilbrigðisskýrslur ekki heldur, og tala þó skýru máli. Með því sem hér er sagt er ekki gert annað en minna á augljós sannindi sem þjóðinni eru kunn og sýna að við höfum gengið til góðs. í ára- mótahugleiðingum fluttu stjórnmálamennirnir henni yfirlit um fram- farir á liðnum aldarhelmingi, um hina hraðfleygu þróun í atvinnumál- um, menningu og stjórnarfari, svo langt sem þeir töldu sér þar heimilt að fara. í ýmsum greinum þarf ekki yfir því að kvarta að þjóðin finni ekki til sín og sé jafnvel nógu mikil á lofti. Hún hefur oft beinlínis þurft á því að halda að kveða í sig kjarkinn. En skylt er líka og rétt að við kunnum að meta og þakka það sem okkur hefur fallið í skaut, að okk- ur sé ljóst hvílíkum kostum landið er búið, skynjum fegurð þess, æfin- týri íslenzkrar sögu, sjáum að allt er í rauninni íslendingum upp í hendur lagt til þess að þeim geti farnazt vel í landinu, og vitum jafn- framt á hvað við höfum að treysta. Og eftir því sem þróunin hefur verið framan af þessari öld, og öllum kemur saman um, er eðlilegt að draga ályktun aðeins á einn veg: að framhald hljóti að verða þeirra sigra sem lýst er, enda má gera ráð fyrir að sérílagi unga kynslóðin sem notið hefur mestrar velmegunar telji sjálfsagðan hlut að svo haldi áfram lífi þjóðarinnar, að framtíðin eigi greiðar götur, ísland sé gæf- unnar land, auður þess óþrotlegur, og það eigi sjö katta líf, eins og einn stjórnmálamaðurinn komst að orði, jafnvel þótt öllu sé stýrt til tor- tímingar. 4 Mikil hamingja væri að geta treyst þessum björtu vonum. Og sannar- lega eru í þróun tímanna skilyrði til að þær rætist, og reyndar langt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.