Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 14
4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hafa komið að landi hlaðin gersemum. Svo óþrotlegar guðs gjafir eru
á boðstólum handa íslendingum að hagnýta sér. í listum og bókmennt-
um hefur arfurinn forni borið nýjan ávöxt; horft er með nýrri sjón
yfir land og sögu, og unnin verk sem bera aftur uppi nafn íslands.
Það er sem allt komi heim við æfintýrið: kotungssonurinn sem legið
hafði í öskustó sprettur allt í einu á fætur, gerist afreksmaður og
hreppir kóngsdótturina og kóngsríkið með.
3
Það er með sönnu en ekki af fordild að grípa verður eftir líkingu til
að sýna það þróunarstökk sem orðið hefur; hagtíðindin eru þar ekki
einhlít, heilbrigðisskýrslur ekki heldur, og tala þó skýru máli. Með
því sem hér er sagt er ekki gert annað en minna á augljós sannindi
sem þjóðinni eru kunn og sýna að við höfum gengið til góðs. í ára-
mótahugleiðingum fluttu stjórnmálamennirnir henni yfirlit um fram-
farir á liðnum aldarhelmingi, um hina hraðfleygu þróun í atvinnumál-
um, menningu og stjórnarfari, svo langt sem þeir töldu sér þar heimilt
að fara. í ýmsum greinum þarf ekki yfir því að kvarta að þjóðin finni
ekki til sín og sé jafnvel nógu mikil á lofti. Hún hefur oft beinlínis þurft
á því að halda að kveða í sig kjarkinn. En skylt er líka og rétt að við
kunnum að meta og þakka það sem okkur hefur fallið í skaut, að okk-
ur sé ljóst hvílíkum kostum landið er búið, skynjum fegurð þess, æfin-
týri íslenzkrar sögu, sjáum að allt er í rauninni íslendingum upp í
hendur lagt til þess að þeim geti farnazt vel í landinu, og vitum jafn-
framt á hvað við höfum að treysta. Og eftir því sem þróunin hefur
verið framan af þessari öld, og öllum kemur saman um, er eðlilegt að
draga ályktun aðeins á einn veg: að framhald hljóti að verða þeirra
sigra sem lýst er, enda má gera ráð fyrir að sérílagi unga kynslóðin
sem notið hefur mestrar velmegunar telji sjálfsagðan hlut að svo haldi
áfram lífi þjóðarinnar, að framtíðin eigi greiðar götur, ísland sé gæf-
unnar land, auður þess óþrotlegur, og það eigi sjö katta líf, eins og
einn stjórnmálamaðurinn komst að orði, jafnvel þótt öllu sé stýrt til tor-
tímingar.
4
Mikil hamingja væri að geta treyst þessum björtu vonum. Og sannar-
lega eru í þróun tímanna skilyrði til að þær rætist, og reyndar langt