Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 40
30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í huga. hvort sem það er í austri eða vestri, svo að það sjái sér ekki
fært að stofna til styrjaldar.
Við verðum að grafast fyrir rætur styrjaldaráróðurs og reyna að
skilja hann til hlítar.
Hverjar eru rætur hans?
Þær eru ótti og græðgi. Ekki ótti um lýðræðið. Ekki ótti um frelsi
einstaklingsins. Slík rök eru aðeins blekking til þess að fela tilganginn,
-— til þess að tæla ykkur til þátttöku í glæpasamsæri gegn mannkyninu.
Styrjaldaráróður er sprottinn af ótta við lækkandi arð af hlutabréfum,
minni gróða, eða græðgi í meiri arð af hlutabréfum, hærri gróða.
Styrjöld auðvaldsríkis er einskonar vel heppnuð síldarvertíð hlutabréfa-
eigenda. Bandaríska auðvaldið græddi, samkvæmt opinberum skýrslum,
um 50 miljarða dollara á síðustu heimsstyrjöld. Og með því að drepa
fólk og leggja borgir í rústir í Kóreu hefur það bjargað sér í bráð frá
yfirvofandi kreppu. Frétt frá New York í sumar segir til dæmis:
„Afskipti Aineríku af Kóreustyrjöldinni hefur komið í veg fyrir verð-
hrun í Wall Street, og með hernaðaraðgerðunum hafa verðbréf kaup-
hallanna þotið upp.“
En hrædda menn er líka auðvelt að hræða. Og hræddu mennirnir,
sem alltaf eru að reyna að þagga niður hugleysi sitt með stríðsógnana-
öskri, eru ekki síður hræddir við almenning en hann við þá.
Þessa sálfræðilegu staðreynd á almenningur að notfæra sér. Hann á
að hræða þessa oflátunga með öflugum fjöldasamtökum gegn stríðs-
áróðri, hervæðingu, nýlendukúgun og stríði. Þá lækkar á þeim reisnin.
Það á að sýna þeim í tvo heimana með því að segjá skilið við þá póli-
tískt. Þá dettur úr þeim botninn. Stríð er ekki hægt að heyja án fylgis
fjöldans.
Þið vitið, að það hefur verið skipulögð alþjóðleg friðarhreyfing til
þess að afstýra nýrri heimsstyrj öld og öllum þeim eyðileggingum, sem
hún myndi hella yfir heiminn. Formaður hennar og einn af frumkvöðl-
um er merkasti kjarnorkufræðingur Frakka, Frederic Joliot-Curie, Nób-
elsverðlaunamaður. Fulltrúar þessara friðarsamtaka frá 72 þjóðum
komu saman á ráðstefnu í Stokkhólmi í marz í fyrra vetur, eins og ykk-
ur rekur minni til. Þar var samþykkt krafa um skilyrðislaust bann við
beitingu kjarnorkuvopna, ennfremur krafa um strangt alþjóðlegt eftir-
lit til tryggingar því, að þessu banni verði framfylgt, og því áliti lýst