Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 40
30 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í huga. hvort sem það er í austri eða vestri, svo að það sjái sér ekki fært að stofna til styrjaldar. Við verðum að grafast fyrir rætur styrjaldaráróðurs og reyna að skilja hann til hlítar. Hverjar eru rætur hans? Þær eru ótti og græðgi. Ekki ótti um lýðræðið. Ekki ótti um frelsi einstaklingsins. Slík rök eru aðeins blekking til þess að fela tilganginn, -— til þess að tæla ykkur til þátttöku í glæpasamsæri gegn mannkyninu. Styrjaldaráróður er sprottinn af ótta við lækkandi arð af hlutabréfum, minni gróða, eða græðgi í meiri arð af hlutabréfum, hærri gróða. Styrjöld auðvaldsríkis er einskonar vel heppnuð síldarvertíð hlutabréfa- eigenda. Bandaríska auðvaldið græddi, samkvæmt opinberum skýrslum, um 50 miljarða dollara á síðustu heimsstyrjöld. Og með því að drepa fólk og leggja borgir í rústir í Kóreu hefur það bjargað sér í bráð frá yfirvofandi kreppu. Frétt frá New York í sumar segir til dæmis: „Afskipti Aineríku af Kóreustyrjöldinni hefur komið í veg fyrir verð- hrun í Wall Street, og með hernaðaraðgerðunum hafa verðbréf kaup- hallanna þotið upp.“ En hrædda menn er líka auðvelt að hræða. Og hræddu mennirnir, sem alltaf eru að reyna að þagga niður hugleysi sitt með stríðsógnana- öskri, eru ekki síður hræddir við almenning en hann við þá. Þessa sálfræðilegu staðreynd á almenningur að notfæra sér. Hann á að hræða þessa oflátunga með öflugum fjöldasamtökum gegn stríðs- áróðri, hervæðingu, nýlendukúgun og stríði. Þá lækkar á þeim reisnin. Það á að sýna þeim í tvo heimana með því að segjá skilið við þá póli- tískt. Þá dettur úr þeim botninn. Stríð er ekki hægt að heyja án fylgis fjöldans. Þið vitið, að það hefur verið skipulögð alþjóðleg friðarhreyfing til þess að afstýra nýrri heimsstyrj öld og öllum þeim eyðileggingum, sem hún myndi hella yfir heiminn. Formaður hennar og einn af frumkvöðl- um er merkasti kjarnorkufræðingur Frakka, Frederic Joliot-Curie, Nób- elsverðlaunamaður. Fulltrúar þessara friðarsamtaka frá 72 þjóðum komu saman á ráðstefnu í Stokkhólmi í marz í fyrra vetur, eins og ykk- ur rekur minni til. Þar var samþykkt krafa um skilyrðislaust bann við beitingu kjarnorkuvopna, ennfremur krafa um strangt alþjóðlegt eftir- lit til tryggingar því, að þessu banni verði framfylgt, og því áliti lýst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.