Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 26
16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þverbrotin hafa verið öll ákvæði hans sem varða réttindi íslendinga og
þeim sýnd lítilsvirðing í hvívetna og flug\'öllurinn gerður bandarískt
umráðasvæði þar sem íslenzk lög og réttur ná ekki til, svo að íslend-
ingar hafa þar í eigin landi nýlendu erlends stórveldis þar sem gilda
önnur lög en annars staðar á íslandi, og birtist átakanleg viðurkenning
þess á alþingi í vetur er flugmálaráðherra hafði öll undanbrögð, eins
og bann lægi við, að gefa alþingismanninum Magnúsi Kjartanssyni
svör við einföldustu fyrirspurnum um framkvæmdaratriði samningsins
eftir lögum. Á flugvellinum eru íslendingar látnir sæta kostum sem
undirþjóð séu. Slíkur er Keflavíkursamningurinn í framkvæmd eftir
aðeins fjögur ár, og hvað verður þá ef hann er framlengdur eða hon-
um breytt í ennþá víðtækari herstöðvasamning til langs tíma, eins og
Bandaríkin kröfðust í fyrstu? Hve lágt verður þá reynt að beygja ís-
lendinga áður en lýkur? Auðvitað stóð aldrei til að samningur þessi
yrði haldinn; hann var blekkingarplagg frá upphafi, og réttindaafsalið
fólst í sanmingsgerðinni sjálfri sem tryggt hefur Bandaríkjunum tang-
arhald á íslandi, og þyngst raun er ekki brot á ákvæðum hans á flug-
vellinum, heldur það eins og lýst hefur verið að Keflavíkursamningur-
inn hefur orðið íslendingum örlagavaldur, jafnvel á friðartíma og
hvað þá ef styrjöld skellur á. Verði hann framlengdur hlýtur hann að
verða það í margföldinn mæli. Spurningin um framlengingu Keflavík-
ursamningsins, eða herstöðvaleigu á íslandi til frambúðar, er einfald-
lega þessi: Viljum við íslendingar vera frjáls þjóð, varðveita sjálf-
stæðisgrundvöll okkar, umráð yfir landinu, eigin stjórn á fjárhags- og
atvinnumálum, þjóðerni, tungu og sjálfstæða tilveru, eða viljum við
það ekki? En hvar er enn sá skilningur eða þau samtök meðal þjóðar-
innar sem komið geti í veg fyrir framhaldsleigu herstöðva? Hvar eru
nú þær stéttir sem áður höfðu forystu, háskólamenn, stúdentar og
bændur? Alþýðusambandsþing eitt hefur fram að þessu krafizt upp-
sagnar samningsins.
13
Eitt höfuðatriði í þeirri baráttu sem er framundan er fyrir íslend-
inga að vanmeta ekki þjóðarstyrk sinn og láta ekki hræða sig til undir-
gefni og kjarkleysis. Þeim hefur vegna síklingjandi áróðurs vaxið mjög
í augum vald og auður Bandaríkjanna og finnst sem þar sé fyrir smá-