Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 109
UMSAGNIR UM BÆKUR
99
hins illa og góða í manninum sjálfum,
og hatur og mannvonzka fá þar óhugn-
anlega mikið rúm. Þokan rauSa er hins
vegar mjög rómantísk og f jarri veruleik-
anum, persónurnar flestar næstum al-
góðar.
Sagan segir í upphafi frá Isarri
(hvernig sem stendur á þessu tvíritaða
r í aukaföllunum) Dagssyni og fóst-
bræðrum hans: Finnboga Loftssyni,
Erpi í Fellsey, Vilmundi í Bitru og
Starkaði á Mánafelli. Tilefni fóst-
bræðralagsins er uggur vegna kvenna-
mála í framtíðinni. Og það má mikið
vera, ef þeim á ekki eftir að verða hált á
þessum kvennamálum í framhaldi sög-
unnar líkt og fóstbræðrum Gísla sögu
Súrssonar. í bókinni er firn af manna-
nöfnum, en persónulýsingar fremur ein-
hliða. Kvenlýsingar eru mjög litríkar en
einhæfar. I bókinni er lýst mörgum fögr-
um konum með hvítt hörund og rauðar
varir, íturvöxnum sveinum, fögru lands-
lagi og góðu veðri. Helzt er að Tanni
Gellisson trúður og Firba hallarráðs-
maður öðlist nokkur persónueinkenni.
Börn eru mjög bráðþroska. Unglingar
15—17 ára tala vart um annað en gift-
ingar og með mjög fullorðinslegu mál-
fari. Ekki vottar fyrir feimni hjá ungl-
ingunum. Auðvitað þarf enginn að
vinna, nema sveinarnir, 16—17 ára
gamlir, vinna í 10 daga að heyskap hjá
fátækri ekkju rétt sér til garaans, ann-
ars ríða þeir norður um sveitir í 9
vikna ferðalag um hásumarið.
Ég hef áður getið þess, að persónur
þessarar sögu séu næstum algóðar. —
Ég tel ungum mönnum og konum ekki
til syndar, þótt þau séu ör til ásta. — Frá
þessu er ein undantekning: Hallkell
baulufótur. (Datt einhverjum í hug Þór-
ólfur bægifótur?). Hallkell þessi er ill-
menni að atvinnu og kemur, að því er
virðist, bara til sögunnar til að drepa
ísólf í Vallanesi, af þvi að koma þarf af
stað smá hasar, til þess að sveinarnir fái
að reyna sig. Isólfur í Vallanesi er hins
vegar bara í sögunni, til þess að Hallkell
geti drepið hann. ísólfur situr á sleða,
þegar hann er drepinn, og minnir sá at-
burður óþægilega á dráp Askels goða.
Höfundur gerir eina leiðinlega
skekkju í leiðarlýsingu um Borgar-
fjarðarhérað, sem hann ætti þó að
þekkja. Á blaðsíðu 128 segir svo: „Úr
áningarstað var haldið sem leið liggur
yfir Hvítá á brúnni hjá Kljáfossi og
fram Reykjadal til Kjalvegar." Furðu-
legt ferðalag væri það að fara alla leið
austur á Kjalveg milli Hofsjökuls og
Langjökuls, þegar ferðinni er heitið á
Þingvöll úr uppsveitum Borgarfjarðar,
enda kemur síðar í Ijós, að ferðafólkið
fer vestan Oks. Þess má geta um leið,
að mjög er ósennilegt, að reiðfær brú
hafi verið á Hvítá á þessum stað á 11.
öld. I Sturlungu er aðeins talað um
mjóa göngubrú þarna á fyrra hluta 13.
aldar.
Síðari hluti þessa bindis gerist á ír-
landi og í Noregi. Auðvitað dvelja ísarr
og félagar hans við konungshirðina, en
Isarr heimsækir auk þess Erc mac Búal,
bónda í Álfteigi. Einnig kynnist hann
launhelgum og tekur einhverja dular-
fulla vígslu fyrir tilstilli Clements 0’
Crúnu, sem var prestur hans og kennari
heima á íslandi og fór með honum utan.
Vígsla þessi ber allmjög keim af leiðslu
og draumsýnum, sem víða koma fram í
bókmenntum miðalda.
Megintilgangur þessa bindis mun sá
að rekja þroskaferil Isars Dagssonar.
Hann er mikið eftirlætisbarn, sem lifir í
sínum eigin óskheimi. Þroska sinn fær