Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 109
UMSAGNIR UM BÆKUR 99 hins illa og góða í manninum sjálfum, og hatur og mannvonzka fá þar óhugn- anlega mikið rúm. Þokan rauSa er hins vegar mjög rómantísk og f jarri veruleik- anum, persónurnar flestar næstum al- góðar. Sagan segir í upphafi frá Isarri (hvernig sem stendur á þessu tvíritaða r í aukaföllunum) Dagssyni og fóst- bræðrum hans: Finnboga Loftssyni, Erpi í Fellsey, Vilmundi í Bitru og Starkaði á Mánafelli. Tilefni fóst- bræðralagsins er uggur vegna kvenna- mála í framtíðinni. Og það má mikið vera, ef þeim á ekki eftir að verða hált á þessum kvennamálum í framhaldi sög- unnar líkt og fóstbræðrum Gísla sögu Súrssonar. í bókinni er firn af manna- nöfnum, en persónulýsingar fremur ein- hliða. Kvenlýsingar eru mjög litríkar en einhæfar. I bókinni er lýst mörgum fögr- um konum með hvítt hörund og rauðar varir, íturvöxnum sveinum, fögru lands- lagi og góðu veðri. Helzt er að Tanni Gellisson trúður og Firba hallarráðs- maður öðlist nokkur persónueinkenni. Börn eru mjög bráðþroska. Unglingar 15—17 ára tala vart um annað en gift- ingar og með mjög fullorðinslegu mál- fari. Ekki vottar fyrir feimni hjá ungl- ingunum. Auðvitað þarf enginn að vinna, nema sveinarnir, 16—17 ára gamlir, vinna í 10 daga að heyskap hjá fátækri ekkju rétt sér til garaans, ann- ars ríða þeir norður um sveitir í 9 vikna ferðalag um hásumarið. Ég hef áður getið þess, að persónur þessarar sögu séu næstum algóðar. — Ég tel ungum mönnum og konum ekki til syndar, þótt þau séu ör til ásta. — Frá þessu er ein undantekning: Hallkell baulufótur. (Datt einhverjum í hug Þór- ólfur bægifótur?). Hallkell þessi er ill- menni að atvinnu og kemur, að því er virðist, bara til sögunnar til að drepa ísólf í Vallanesi, af þvi að koma þarf af stað smá hasar, til þess að sveinarnir fái að reyna sig. Isólfur í Vallanesi er hins vegar bara í sögunni, til þess að Hallkell geti drepið hann. ísólfur situr á sleða, þegar hann er drepinn, og minnir sá at- burður óþægilega á dráp Askels goða. Höfundur gerir eina leiðinlega skekkju í leiðarlýsingu um Borgar- fjarðarhérað, sem hann ætti þó að þekkja. Á blaðsíðu 128 segir svo: „Úr áningarstað var haldið sem leið liggur yfir Hvítá á brúnni hjá Kljáfossi og fram Reykjadal til Kjalvegar." Furðu- legt ferðalag væri það að fara alla leið austur á Kjalveg milli Hofsjökuls og Langjökuls, þegar ferðinni er heitið á Þingvöll úr uppsveitum Borgarfjarðar, enda kemur síðar í Ijós, að ferðafólkið fer vestan Oks. Þess má geta um leið, að mjög er ósennilegt, að reiðfær brú hafi verið á Hvítá á þessum stað á 11. öld. I Sturlungu er aðeins talað um mjóa göngubrú þarna á fyrra hluta 13. aldar. Síðari hluti þessa bindis gerist á ír- landi og í Noregi. Auðvitað dvelja ísarr og félagar hans við konungshirðina, en Isarr heimsækir auk þess Erc mac Búal, bónda í Álfteigi. Einnig kynnist hann launhelgum og tekur einhverja dular- fulla vígslu fyrir tilstilli Clements 0’ Crúnu, sem var prestur hans og kennari heima á íslandi og fór með honum utan. Vígsla þessi ber allmjög keim af leiðslu og draumsýnum, sem víða koma fram í bókmenntum miðalda. Megintilgangur þessa bindis mun sá að rekja þroskaferil Isars Dagssonar. Hann er mikið eftirlætisbarn, sem lifir í sínum eigin óskheimi. Þroska sinn fær
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.