Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 16
6 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stæði þjóðar er ekki aðallega metnaðaratriði, heldur grundvöllur und- ir hagsmuni hvers einstaklings hennar á meðal. Þjóð sem er undir aðra gefin, stjórnarfarslega og fjárhagslega, og ekki ræður málum sínum sjálf, er um leið fátæk þjóð og menningarlaus. Allar framfarir á þessari öld, með aukinni hagsæld og menntun hvers íslendings, eiga rót sína að rekja til þess að þjóðinni var með sjálfstæðisbaráttu henn- ar lyft upp úr nýlenduþrælkuninni. 5 En hví er þá ekki bjartara um að litast á Islandi? Er það í rauninni svo að við förum með málefni okkar sjálfir? Er þjóðin yfirleitt frjáls í dag? Stjórnar hún landi sínu og þjóðfélagi? Er ekki svo að erlendir yfirdrottnarar eigi setu í landinu og gangi hér um allar dyr opnar? Sekkur ekki þjóðin með hverju árinu í botnlausari skuldir, þrengir ekki með degi hverjum að lífskjörum hennar, blasir ekki við fátækt og atvinnuleysi? Geta menn treyst því að hér sé um að ræða eingöngu stundarfyrirbæri, kreppu sem komi öðru hvoru og muni lagast af sjálfu sér, jafna sig aftur þegar betur ári? Hvað hefur gerzt? Hvað er orðið um velmegunina, sjálfstæðissigrana, lýðveldið, tuttugustu aldar ávöxtinn? Hvað hefur gerzt með ísland? 6 Hér að framan hefur verið dregin fram hin jákvæða hlið á þróun þjóðfélagsins í heild, sigurvinningarnir á öldinni sem krýndir voru með stofnun lýðveldisins 1944. En til er önnur hlið dekkri, atburðir sem eru sárir að rifja upp. Hið tuttugustu aldar ísland hefur ekki ein- ungis unnið sigra, heldur beðið ósigra og þolað niðurlægingu er svíð- ur undan og seint verður um bætt. Það hefur ekki aðeins skapað mikla menn, atorkusama og gáfaða, heldur einnig alið nöðrur við brjóst sér. Framfarirnar hafa ekki farið einar saman. Það hefur fylgt böggull skammrifi. Sá böggull er auðskipulagið og auðstéttin nýja. íslendingar hafa síður en svo þessa öld notið allir til jafns af afrakstri þjóðarbús- ins. Auðvaldsrekstrinum hefur fylgt arðrán og misskipting landsins gæða, þeir hirt bróðurpartinn sem minnst hafa til hans unnið. Sá auð- ur sem ísland hefur gefið hefði getað veitt margfalda blessun á við það sem verið hefur, og þjóðin lagt með honum grundvöll að velmeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.