Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 131
Ný bók
Sögur og smáleikrit
eítir Halldór Steíánsson
I'að er hverju sinni viðburður þegar kemur ný bók eftir Halldór Stefánsson.
Hann er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur fyrir smásögur sínar og hafa áður
komið út eftir hann þrjú smásagnabindi og ein skáldsaga. Nú hefur hann
bætt við smásögur sínar nokkrum stuttum leikritum og er á þeim sama snjalla
handbragðið. Það mun ntega segja um leikritsþættina og smásögurnar í
þessari bók hið sama og Arni llallgrímsson, ritstjóri Iðunnar, sagði um sög-
urnar í DauSinn á ]>riðju hœð: „Eiginlega er bara eitt um þessar sögur að
segja: Þœr eru hver annarri betri“. Arni sagði þá í sama ritdómi um Hall-
dór: „Sennilega er Halldór þaullesinn í heimsbókmenntunum og sernur sig
að háttum heimsmeistara í sagnagerð sinni. Kunnátta hans og leikni er mikil,
vandvirknin og sjálfsgagnrýnin á háu stigi. Hann lætur ekki móðan mása eða
allt fjúka, sem í hugann kemur, heldur vegur hann hvert orð og setningu og
fellir á sinn rétta stað. Fyrir því er bygging sagna hans fastari, samþjappaðri
og markvísari en tíðkazt hefur um íslenzka sagnasmiði".
Allmargar af sögum Halldórs Stefánssonar eru þýddar á ensku, þýzku og
Norðurlandamálin og hafa fengið hina beztu dóma.
Verð kr. 40.00 ób. og kr. 55.00 ib.
Bókabúð Máls og menningar
Laugavegi 19 . Sími 5055
Ejlir nýjan höjuncl JÖN SIGURÐSSON skólastjóra:
Sagan af Birni Arinbirni - Klukkan
Hún er lýsing á hugmyndum og sálarlífi drengs sem elst upp í sveit um síð-
astliðin aldainót og á áhrifum þeirn sem daglegir viðburðir og fólkið, sem
hann umgengst, hefur á hann.
Bókin er rituð af nænnim skilningi á sálarlífi barns, með sérkennilegum stíl,
fögur, litrík, en þó blæmild.
Þetta er ein af þeim barnabókum sem er skrifuð jafnt fyrir börn og fullorðna
og allir hafa sörnu ánægju af að lesa.
Bókin er prýdd fögrum og listfengum teikningum eftir Asgeir Júlíusson.
Bókaútgáfan Heimskringla