Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 71
BÓFADROTTNINGIN 61 eldrar okkar sáu það og hrópuðu til krakkanna flýttu þeir sér burt með herfang sitt. En einn góðan veðurdag voru hvorki foreldrar okkar né þjónustufólkið heima. Krakkahópurinn kom æðandi inn í garðinn og reif og sleit blómin. Þá var okkur systkinunum nóg boðið. Við hlupum út um aðaldyrnar og æptum hótunarorð að vörgunum. Ég greip tígul- steinsbrot sem lá á vegbrúninni. Óvön því að þeim væri sýnt slíkt hug- rekki flýðu börnin út á síkisbrúna, öll nema eitt. Bófadrottningin stóð gleið svo sem tuttugu fetum fyrir innan hliðið og hvæsti að mér. Það sem hún öskraði á kínversku get ég aðeins þýtt með því að fegra mál hennar til mikilla muna, annars væri það ekki prenthæft. Kastaðu ef þú þorir litli skíta kynblendingurinn þinn! Ég geri það ef þú snautar ekki burtu fúleggið þitt! svaraði ég af álíka viðkvæmni. Þú þorir það ekki litla daunilla hvíta apafóstrið þitt! hrein hún. Hentu Jón hentu! hrópaði systir mín. A ég? hvíslaði ég skelkaður. Flýttu þér við verðum að gera eitthvað, sagði systir mín æst. Námellunauðgari! baulaði bófadrottningin. Úldna tík undan dótturdóttur lóðatíkur! öskraði ég á móti. Blóðskammarsæði úlfaldaskíts! hvíaði bófadrottningin. Hratt og öruggt eins og steinninn úr slöngu Davíðs, með hvassar sítrónugular brúnir glitrandi í sólskininu, flaug tígulsteinsbrotið úr hendi mér og hitti hana í mitt ennið. Hún reikaði, tók höndum um höfuð og fann blóð. Þá hrópaði hún á kínversku: morð nauðgun brennuvargar manndráparar! Svo hljóp hún yfir brúna gegnum krakkahópinn og inn í Mórberjagötu. Ég hef ekki alveg farið á mis við ánægjustundir í lífinu, en ég hef aldrei þorað að vona að ég fyndi aftur slíka bylgju af frumstæðri sigur- gleði sem fór um mig þá, slíkt villt hlakk sem lét hárin rísa í hnakkanum og nasir mínar þenjast út. En þessi fögnuður stóð ekki lengi. Við vissum það bæði systkinin ' að við höfðum syndgað: við mundum verða að gjalda þess. Áður en við urðum gagntekin af þeim áhyggjum ræddum við þó hið dásamlega steinkast. Ég hafði aldrei fyrr hitt nokkurn hlut á þessu færi. Var það — gat það hugsazt að hönd drottins hefði stjórnað mér? Eða var það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.