Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 71
BÓFADROTTNINGIN
61
eldrar okkar sáu það og hrópuðu til krakkanna flýttu þeir sér burt með
herfang sitt. En einn góðan veðurdag voru hvorki foreldrar okkar né
þjónustufólkið heima. Krakkahópurinn kom æðandi inn í garðinn og
reif og sleit blómin. Þá var okkur systkinunum nóg boðið. Við hlupum
út um aðaldyrnar og æptum hótunarorð að vörgunum. Ég greip tígul-
steinsbrot sem lá á vegbrúninni. Óvön því að þeim væri sýnt slíkt hug-
rekki flýðu börnin út á síkisbrúna, öll nema eitt.
Bófadrottningin stóð gleið svo sem tuttugu fetum fyrir innan hliðið
og hvæsti að mér. Það sem hún öskraði á kínversku get ég aðeins þýtt
með því að fegra mál hennar til mikilla muna, annars væri það ekki
prenthæft.
Kastaðu ef þú þorir litli skíta kynblendingurinn þinn!
Ég geri það ef þú snautar ekki burtu fúleggið þitt! svaraði ég af
álíka viðkvæmni.
Þú þorir það ekki litla daunilla hvíta apafóstrið þitt! hrein hún.
Hentu Jón hentu! hrópaði systir mín.
A ég? hvíslaði ég skelkaður.
Flýttu þér við verðum að gera eitthvað, sagði systir mín æst.
Námellunauðgari! baulaði bófadrottningin.
Úldna tík undan dótturdóttur lóðatíkur! öskraði ég á móti.
Blóðskammarsæði úlfaldaskíts! hvíaði bófadrottningin.
Hratt og öruggt eins og steinninn úr slöngu Davíðs, með hvassar
sítrónugular brúnir glitrandi í sólskininu, flaug tígulsteinsbrotið úr
hendi mér og hitti hana í mitt ennið.
Hún reikaði, tók höndum um höfuð og fann blóð. Þá hrópaði hún á
kínversku: morð nauðgun brennuvargar manndráparar! Svo hljóp
hún yfir brúna gegnum krakkahópinn og inn í Mórberjagötu.
Ég hef ekki alveg farið á mis við ánægjustundir í lífinu, en ég hef
aldrei þorað að vona að ég fyndi aftur slíka bylgju af frumstæðri sigur-
gleði sem fór um mig þá, slíkt villt hlakk sem lét hárin rísa í hnakkanum
og nasir mínar þenjast út.
En þessi fögnuður stóð ekki lengi. Við vissum það bæði systkinin '
að við höfðum syndgað: við mundum verða að gjalda þess. Áður en
við urðum gagntekin af þeim áhyggjum ræddum við þó hið dásamlega
steinkast. Ég hafði aldrei fyrr hitt nokkurn hlut á þessu færi. Var það
— gat það hugsazt að hönd drottins hefði stjórnað mér? Eða var það