Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 37
MEÐ FRIÐI LIFUM VIÐ • í STYRJÖLD DEYJUM VIÐ
27
þessu treystið í dag, ættuð eftir að nöldra vonsvikin rneð sjálfum ykkur
eftir þriðju heimsstyrjöldina ykkar: Það var aum trú, þegar ég trúði á
kapalinn.
Það efast enginn um að Bandaríkin eigi atómsprengjur. En það er líka
öllum heimi kunnugt, að Rússar höfðu leyst það vandamál þegar árið
1947.
„Já, að vísu! En atómsprengjur Bandaríkjamanna eru sterkari,“
áréttið þið með Morgunblaðinu.
Hver veit það? Við skulum nú vera hreinskilin við sjálf okkur og
segja í einlægni: Við höfum enga hugmynd um, hvað atómsprengjur
Rússa eru sterkar. Meira að segja Truman veit það ekki. Attlee veit
það ekki. Og Churchill, sem alltaf er að vitna um blessun atómsprengj-
unnar eins og hvítasunnusafnaðarkerling um frelsunarverk heilags
anda, hefur ekki heldur hugboð um það. Þessir herrar vita ekki meira
um atómsprengjur Rússa en hádiplómatar auðvaldslandanna vissu um
hernaðarmátt þeirra á árunum 1938 til 1941. Tildrögum að þeim slys-
förum í spávizku hefur Joseph E. Davis, þá sendihérra Bandaríkjanna
í Moskva, lýst ágætlega í bók sinni Mission to Moscow, sem út kom
1941.
Það var á þeim vonarglöðu tímum, ef ég man rétt, að þið tölduð ykk-
ur trú um, að herbúnaður Rússa væri ónýtt skrap, hermenn þeirra fá-
kunnandi þrælalýður og þjóðskipulag þeirra svo valt í sessi, að þar yrði
bylting undir eins og erlendir herir gerðu innrás í landið. Nú eru það
atómsprengjur þeirra, sem eru ónýtar! Þreytizt þið aldrei á að ljúga að
sjálfum ykkur?
En hitt vitum við — og það vita þessir stríðshræðarar líka — að
ein atómsprengja með ekki meiri orku en sprengjan hafði, sem kastað
var á Hírósíma, nægir til þess að bála upp brjálaða skelfingu og algert
öngþveiti í stórborg eins og New York. Og meira þurfum við ekki að
vita um atómsprengjuna.
Aðeins mætti kannski bæta því við og taka það til greina, að lærð-
ustu mönnum í atómvísindum ber saman um það, að styrjöld verði
ekki unnin með atómsprengjum. Þar get ég til dæmis vitnað í bók P.
M. S. Blacketts eins hins lærðasta kjarnorkufræðings Bretaveldis og
Nóbelsverðlaunahafa, um hernaðarlega og pólitíska þýðingu atómork-
unnar: Military and Political Consequenses of Atomic Energy. Styrjöld