Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 27
HVAR STENDUR ÍSLAND? 17 þjóð sem Islendinga við ofurefli að etja, en slíkt hið sama þótti forfeðr- um okkar framan af í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, en Jón Sigurðs- son og aðrir brautryðjendur kenndu þeim einurðina og að skilja og meta styrk sinn. Hver þjóð sem stendur á rétti sínum er sterk, og fá- sinna að þora ekki að halda honum fram við hvern sem er. Við höfum beðið ósigur í svipinn eingöngu vegna þess að auðstéttin brást sjálf- stæðismálum þjóðarinnar og gekk í lið með Bandaríkjastjórn gegn ís- lendingum. Ef þjóðin einangrar auðstéttaröflin og sviptir þau áhrifum, er þar með höggvið á vald Bandaríkjanna yfir íslandi. Og hversu vold- ug eru þau sjálf, þau Bandaríki sem halda á lofti svipu kúgunar yfir öðrum þjóðum? Ekki voldugri en aðstaða auðvaldsins í heiminum, ekki voldugri en það að þau eru á flótta undan kreppu og hruni heima hjá sér, svo að heimsvaldastefnan, herstöðvakröfurnar, marshallað- stoðin, atlantshafsbandalagið, hernaðarbröltið allt er ekki aðeins- gróðabrask og valdagirni, heldur og feigðarganga skipulags sem óttast örlög sjálfs sín. Og hvert er hið styrka bandalag og gróna vinátta þeirra ríkja sem eins og í háðs skyni kalla sig frjálsar þjóðir? Ekkí þurfti nema fyrstu ósigra Bandaríkjanna í Kóreu til að ljósta upp um. heilindi þeirra við þau. Þær bíða allar færis að höggva af þá hönd sem rétt hefur þeim mútuféð undanfarin ár. Bandaríkin fá bitra reynslu af því að þjóðir verða ekki keyptar fyrir dollara. Auðskipulagið er ekki lengur hið sterka afl í heiminum, þó að það geti um skeið beitt þjóðir hörðum tökum. Við heyjum sjálfstæðisbaráttu okkar nú við nýjar að- stæður, þjóðlegar og alþjóðlegar. Við erum í dag rík þjóð, búin dáð- um og hæfileikum, með beztu lífsskilyrði og dýrmætan arf þar sem er menning okkar og sigur þjóðfrelsis undan nýlenduoki. ísland býður þjóðinni auð og hamingju. Alþýða landsins þráir það eitt, eins og ný- sköpunarárin sýndu, að fá að beita kröftum sínum til djörfustu fram- kvæmda. Framvinda tímans er samherji okkar, verkalýðsstéttin um öll lönd, einnig Bandaríkjanna, allt mannkyn sem berst fyrir friði og betra heimi. Við lifum enn á nýju vori eins og á dögum Jónasar Hall- grímssonar, með bjarta sumardrauma nýrra þjóðfélagshátta fyrir aug- um. Jörðin og vísindin bjóða allsnægtir og fegurð hverri þjóð sem hef- ur skilning, vit og áræði til að rétta út hönd eftir gæðum lífsins. Oldin sem við lifum á er að leggja grundvöll að þeirri hamingju sem verið hefur draumur mannkynsins frá alda öðli. Fyrir sjónum blasir nýr Timarit Máls og menningar, 1. h. 1951 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.