Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 12
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
hefur verið varaður við, eða ef ein-
hverjir kirtlar skyldu espast óheyri-
lega í vessaspýtingum sínum eða
daprast svo maðurinn gengi af göfl-
unum og þrýsti á hnappinn. Lífsvon-
in eina er að í öllum löndum vakni al-
þýða manna gagnvart þessum voða,
heimsvakning verði til að knýja leið-
togana til að hætta dólgslegum til-
burðum og ögrunum til stundarávinn-
ings sér, til að hýrga viðskiptin í
kauphöllunum fyrir sig og sína, eða
til að æsa lið sitt til aukinna afkasta í
einhverskonar framleiðslu og iðnaði,
eða til að auka meðlæti sitt í pólitik-
inni, útvega sér byr með því sem blæs
við aukinn þrýsting. En þessi leikur
er of hættulegur einsog allir vita, hann
er of hættulegur til þess að almenn-
ingur landanna geti látið afskipta-
laust, og í öllum löndum safnast fólk
nú til að vekja guðsröddina í brjóst-
unum gegn helstefnunni.
Og hér stöndum við í nafni friðar-
ins og svörum spurningunni fyrir
okkar leyti. Það er oft haft á orði
hvað við séum lílil þjóð og oftast
fylgir það með að við séum lítilsmeg-
andi. En þar með er ekki sagt að við
þurfum að vera svo litlir kallar að láta
múta samvizku okkar til þess að líta
undan, þegar á að fá íslendingum
svipað hlutverk einsog lífsþreyttir
auðmenn frá nýlenduþjóðum fengu
hungruðum blökkumönnum að ginna
ljón og tígris úr felum sínum fáandi
þeim að vopni litlar bumbur eða
bjöllur lil að vekja dýrið gegn sér svo
íþróttamaðurinn fengi færi á því með
byssu sinni þar sem hann situr á fíls-
lirygg í skotbyrgi með wiskýglasið við
hlið sér til að styrkja taugarnar í hin-
um háskalega leik undir merki karl-
mennskunnar og íþróttaandans. Ekki
höfum við hungrið til afsökunar þeg-
ar okkur er boðin þessi litla glingra
til að veifa framan í leiksins tilskilda
ljón svo að hinir geti varað sig og
kippt hausnum inn í byrgið meðan
Ijónið er að tæta okkur.
Þeim fækkar mjög sem þora að
bafa uppi annað eins báð við heil-
brigða skynsemi einsog það að okkur
sé einhver vörn í erlendum herstöðv-
um á íslandi. Þeir sem í einhverri al-
vöru halda því enn fram að þessir
amerísku unglingar sem eru píndir til
að vera hér í leiðinlegheitum suður-
nesjavirkisins séu til að verja okkur
íslendinga ef Rússar hefji stríð, þeir
hljóta að sækja sannfæringu sína og
tilfinningaþroska í þann hugmynda-
heim sem kemst svo greinilega á fram-
færi í jiesskonar teiknikvikmyndum
sem eru kenndar við Mighty Mouse
og fjalla um mýs sem una sér bezt við
söng þar til yfir steypast einhver ó-
dæmi af svörtum köttum með gula
helgeisla úr skásettum augnarifum og
hárin rafneistandi af fólsku, en kemur
þá ekki á úrslitastundu sjálfur Mighty
Mouse, Mússi Máttugi og snýr leikn-
um með ótrúlegustu töfrabrögðum
heldur betur í hag þessum litlu dans-
250