Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 16
TIMARIT MALS OG MENNINGAK þrátt fyrir allt þetta eru áhrif amerí- kanismans mikil í Evrópu, eins og öll- um er kunnugt. Aðstaða Islands gagnvart amerí- kanismanum er hvorki nákvæmlega sú sama og annarra Evrópulanda, né heldur alveg eins og aðstaða hinna vanþróuðu landa. Það mætti ef til vill segja að hún sé þar mitt á milli. Við erum komin lengra frá nýlendustiginu en flest hinna síðarnefndu, og menn- ing okkar er varla eins óaðlaganleg nútímaháttum og menning þeirra. Eigi að síður er ljóst að vanþroski nú- tímamenningar okkar er hið opna hlið sem ameríkanismanum hefur ver- ið greiðast inngöngu. Ég sagði áðan að höfuðeinkenni ameríkanismans væri lágt stig al- þýðumenningar. En það má sennilega allt eins vel segja að nýjasta stig hans í heimalandinu felist í því að ómenn- ingin leggi smámsaman undir sighina æðri menningu, í stað þess sem vera ætti: að hin æðri menning breiðist út til alþýðunnar. Það er einmitt þetta sem er almennt talað uggvænlegustu áhrif ainerikanismans. Þeirra áhrifa gætir ekki enn mikið í Vestur-Evr- ópu; hin æðri menning hefur þar löngum verið í litlum tengslum við alþýðumenninguna, hún hefur þróazt að miklu leyti út af fyrir sig, hún hef- ur verið sjálfstætt virki, helgur reitur menntastéttanna. Þetta er staðreynd sem kann að koma íslendingi spánskt fyrir sjónir, en hún gerir að verkum að æðri menning þeirra landa sem svo er ástatt um hefur meiri viðnáms- þrótt gegn ameríkanismanum. Þessu víkur öðruvísi við á íslandi. Lengi höfum við talið alþýðumenn- inguna okkur til höfuðgildis. Þegar okkur þykir við þurfa að rökstyðja tilverurétt okkar sem þjóðar, þá telj- um við að vísu afrek okkar í bók- menntuin fyrst, en þarnæst nefnum við alþýðumenninguna. Og með mikl- um rétti. Nú má ef til vill vera að við höfum stundum hælt okkur fullmikið af alþýðumenningunni á íslandi. Eigi að síður mun það koma í Ijós ef að er gætt að alþýðumenningin er ekki að- eins réttlæting þjóðernis okkar heldur lífsskilyrði. — Lífsskilyrði, vegna þess að það er óhugsandi að hægt sé að halda uppi nokkurri æðri menn- ingu á Islandi án traustrar undirstöðu alþýðumenningar. Þjóðin er svo fá- menn að ekki er hugsanlegt að hér þróist æðri menning sem væri sjálfri sér nóg. Þessvegna er það varla neitt öfugmæli að segja að alþýðumenning- in þurfi að vera jafn mikilvægur þátt- ur í nútímamenningu okkar, — í borgamenningunni sem fyrir okkur liggur að móta, — eins og hún var í hinni gömlu menningu. Þessvegna er það að sú hnignun alþýðumenningar sem ameríkanisminn ber í sér, er hvergi hættulegri en hér; alþýðu- ómenning mundi hér skera á rætur æðri menningar skjótar en í nokkru öðru landi. 254
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.