Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mála við Ráðstjórnarríkin, sem nú vissu að árás Þjóðverja var yfirvof- andi og urðu fegin að geta komizt hjá ófriði í Asíu. Griðasáttmálinn við Rússa styrkti og mjög aðstöðu Japana í Austur- Asíu, og gerðust þeir þar ágengari en nokkru sinni fyrr. Með samningum við Vichystjórnina náðu þeir tangar- haldi á Indókína og 7. des. 1941 hófu þeir styrjöld við Bandaríkin með því að ráðast á mikilvægustu flotastöð þeirra við Kyrrahaf, Pearl Harbour á Havaii. Tókst þeim þar að koma Bandaríkjamönnum á óvart og valda miklum skemmdum á flota þeirra. Þessi atburður var einn hinn örlaga- ríkasti í sögu heimsstyrjaldarinnar síðari. Nú voru bæði Japanar og Bandaríkjamenn orðnir beinir aðilar að henni, svo og Kínverjar. Þessi mikla styrjöld, hin mesta sem Japan hefur nokkru sinni háð, endaði með skelfingu. Síðasti þátturinn var kjarnorkusprengingarnar íHiroshima og Nagasaki. Síðan skilyrðislaus upp- gjöf. Draumurinn um heimsveldi í Austur-Asíu undir forystu Japana var þar með búinn. Þeir urðu að láta af hendi öll sín lönd að Japanseyjum sjálfum undanskildum. Andstæðingar þeirra tóku allt landið herskildi; réðu Bandaríkjamenn þar einir öllu, enda þótt Bretar og Kínverjar tækju ofur- lítinn þátt í hernáminu. Með þessum atburðum var brotið blað í sögu japönsku þjóðarinnar. Aldrei áður höfðu erlendar þjóðir tekið land hennar herskildi. Nú í fyrsta sinni varð hún í einu og öllu að hlíta hoði og banni sigurvegar- anna. Hernaðarsinnar í Japan höfðu líkt og nazistar í Þýzkalandi ætlað að gera jijóð sína að yfirþjóð, en árang- urinn varð sá, að þjóðin sjálf lenti undir þrældómsok sigurvegaranna og var algerlega upp á miskunn þeirra komin. Herforingjar og auðkýfingar í Japan höfðu leitt yfir þjóð sína þá mestu ógæfu, sein nokkru sinni hefur yfir hana dunið. Áður en Japan gafst upp höfðu sigurvegararnir ráðið það með sér, að gerbreyta stjórnarfari og efna- hagslífi landsins. Það átti að gera þjóðina að friðsamlegri lýðræðis- þjóð, refsa stríðsglæpamönnum, leysa upp hina miklu auðhringa — höfuðstoð hernaðarstefnunnar — leysa upp herinn og afnema her- gagnaiðnaðinn. Einn af helztu hers- höfðingjum Bandaríkjanna, Mac Arthur, var gerður að landsstjóra í Japan og átti að stjórna þar öllum framkvæmdum; þó með ráði nefnd- ar, er skipuð var fulltrúum sigurveg- aranna. Var því næst hafizt handa um hinar fyrirhuguðu breytingar. Ný stjórnarskrá var sett 1946, mjög lýð- ræðisleg. Keisaradæmið var látið haldast að forminu til, en staða keis- arans var lík og þjóðhöfðingja í lýð- ræðislöndum. Stjórnarskrá þessi er 262
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.