Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þeir voru a. m. k. jafnokar Banda-
ríkjamanna sem hermenn. Kóreu-
stríðið sýndi líka ljóslega að Banda-
ríkjamenn stóðu pólitískt verr að vígi
en þeir sjálfir og margir aðrir höfðu
haldið. Bandamenn þeirra lögðu
þeim svo að segja ekkert lið. Kóreu-
stríðið var því að mestu einvígi rnilli
Kína og Bandaríkjanna takmarkað
við Kóreu. Þegar svo vopnahlé var
samið stóð allt við það sama og áður.
Um þessar mundir gjörbreyttist
stefna Bandaríkjamanna gagnvart
Japan. Nú var það öllu öðru nauðsyn-
legra að afla sér þar vina og banda-
manna og skerða vald og áhrif and-
stæðinganna. Rétt áður en Kóreu-
stríðið hófst — í júní 1950 — fór
Mac Arthur að þrengja að kommún-
istum, en frá 1946 höfðu þeir getað
starfað frjálslega í Japan eins og aðr-
ir stjórnmálaflokkar. Farið var að
lianna þeim fundahöld og handtaka
forystumenn þeirra, og skömmu eftir
að stríðið skall á voru öll blöð þeirra
bönnuð. Jafnframt var farið að und-
irbúa friðarsamning við Japana og
varnar- og öryggissáttmála milli
þeirra og Bandaríkjamanna.
Friðurinn var saminn í San Fran-
cisco 1951, 22.—29. sept. — Þar voru
saman komnir fulltrúar allra þeirra
ríkja, sem átt höfðu í ófriði við
Japan — Chang Kai Shek en ekki
Kínverska alþýðulýðveldið átti þar
fulltrúa. Truman forseti varþar sjálf-
ur og talaði fyrir hönd Bandaríkj-
anna. Taldi hann fram það sem áunn-
izt hefði á undanförnum 6 árum; Jap-
an væri nú, sagði hann, orðið allt
annað land en áður, þó ekki fyrst og
fremst vegna tilskipana hernámsyfir-
valdanna heldur samkvæmt vilja yfir-
gnæfandi meirihluta þjóðarinnar.
Leynilögregla og lögregluríkisaðferð-
ir fyrri stjórna væru nú úr sögunni.
Nú fyrst nyti þjóðin almenns kosn-
ingarréttar og allra mannréttinda.
Auðhringarnir væru brotnir á bak
aftur og 5 milljón ekrur lands komn-
ar í eigu vinnandi bænda. Allt væri
nú á góðum vegi til farsældar og vel-
megunar.
Bandaríkin, Bretland og fylgiríki
þeirra áttu frumkvæðið að friðar-
samningi þessum, en Ráðstjórnarrík-
in o. fl. vildu ekki ganga að honum
nema með miklum breytingum. Aðal-
fulltrúi Rússa þar, Gromyko, taldi að
í samningnum fælist engin trygging
gegn endurreisn hernaðarstefnunnar
í Japan. Samningurinn ryddi veginn
fyrir þátttöku Japana í hernaðarsam-
tökum undir forystu Bandarikjanna.
Afhending Ryukyu-eyja og Bonin-
eyja til Bandaríkjanna taldi hann
andstæða lögum Sameinuðu þjóð-
anna — samningurinn væri ógildur
án samþykkis Rússa og Kínverska al-
þýðulýðveldisins; hinn eiginlegi til-
gangur hans væri að binda Japan í
hernaðarsamtök við Bandaríkin, sem
þar réðu öllu; en samtökum þessum
266