Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 38
TIMARIT MALS OG MENNINGAR allsstaðar nálæga leynd; þeim ríku finnst þeir séu ekki ólmltir innan um þögula fátækl- inga; „löggæzlusveitirnar“ eru flæktar í neti síns eigin afls, og geta aðeins mætt skæru- liðunum með hefndarleiðöngrum, hermdarverkamönnunum með hermdarverkum. Ein- hverju er leynt, allsstaðar og af öllum; það verður að láta þá tala. Pyndingarnar eru tilgangslaust æði, sprottið upp af ótta: það á að draga úr manns- hálsi, ásamt ópum og blóðspýju, leyndarmál allra. Gagnslaust ofbeldi: enda þótt fórnar- dýrið tali eða láti lífið undir höggunum, þá er hið margfalda leyndarmál annarsstaðar, alltaf annarsstaðar, utan sjónmáls, böðullinn breytist í Sisyphos: liann verður alltaf að byrja á nýjan leik. En jafnvel þessi þögn, þessi ótti, jafnvel þessar ósýnilegu og síyfirvofandi hættur geta ekki skýrt að öllu æði böðlanna, ákefð þeirra að draga fórnarlömb sín í duftið, og enn- fremur þetta hatur á manninum sem hefur náð valdi á þeim gegn vilja þeirra og mótað þá. Það er ekkert nýtt að menn drepi hver annan: alltaf hefur verið barizt út af hagsmunum hópa eða einstaklinga. En í hinni undarlegu glímu pyndarans og hins pínda er allt lagt undir: þeir keppa um það hvorum þeirra heri heitið maður, það er engu líkara en þeir geti ekki báðir í senn heyrt til mannkyninu. ... I Alsír eru andstæðumar ósættanlegar: hver hópurinn um sig krefst þess að liinn sé útrækur með öllu. Við höfum tekið allt frá múhameðstrúarmönnum og síðan höfum við bannað þeim allt, jafnvel að nota sína eigin tungu ... Þegar örvæntingin knúði þá til uppreisnar, urðu þeir annaðhvort að deyja, þessir óæðri menn, eða halda fram mennsku sinni gegn okkur. Þeir höfnuðu öllum verðmætum okkar, menningu okkar, sýndaryfir- burðum okkar, og fyrir þeim var það eitt og hið sama að verða aftur maður og að hafna frönsku þjóðerni ... Það sem mest reið á [fyrir nýlenduherrann] var að auðmýkja þá, meðan tími væri til, lækka stoltið í brjóstum þeirra, gera þá jafna dýrum. Lofa líkaman- um að lifa en drepa andann. Temja, refsa, eru uppáhaldsorð hans: það er ekki nóg rúm í Alsír fyrir tvennskonar mannkyn; það verður að velja á milli ... Allt þetta gerir hin æðrulausa réttsýni Allegs okkur fært að skilja. Þó hann hefði ekki fært okkur neitt annað ættum við að vera honum innilega þakklát. En hann hefur áorkað meiru: með því að gera böðla sína að gjalti hefur hann leitt til sigurs húmanisma fórnar- lambanna og undirokaðra nýlendubúa gegn siðlausu ofbeldi sumra hermanna, gegn kyn- flokkahleypidómum nýlenduherranna. Og látið ekki orðið „fórnarlömb" vekja með ykkur tilfinningar einhvers grátklöklís húmanisma; innan um þessa smáhöfðingja, sem eru hreyknir af æsku sinni, afli, liðstyrk, er Alleg eini harðjaxlinn, sá eini sem er raunveru- lega sterkur. Við hin getum sagt að hann hafi borgað hinu dýrasta verði þann einfalda rétt að halda áfram að vera maður meðal manna. En það hvarflar jafnvel ekki að honum. Þessvegna hræra okkur svo djúpt þessi tilgerðarlausu orð: „Eg var skyndilega hreykinn og glaður að hafa ekki látið undan. Eg var viss um að ég mundi enn standast raunina, ef þeir byrjuðu aftur, að ég mundi berjast þar til yfir lyki, að ég færi ekki að auðvelda þeim verkið með því að stytta mér aldur.“ Harðjaxl, sem að lokum skýtur erkienglum reiðinnar skelk í bringu." 13. júní í sumar tók franskur herréttur í Algeirsborg mál Audins (sem herinn heldur enn fram að sé „á flótta") og Allegs fyrir. Alleg var dæmdur í margra ára fangelsi. S.DJ 276
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.