Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 39
RANNSOKNIN „Ég ver Frakkland með því að ráðast gegn hinum spilltu Frökkum.“ Jóhann Kristófer. Iþessu stóra, troðfulla fangelsi, þar sem þjáning býr í hverjum klefa, er varla sæmandi að tala um sjálfan sig. A neðstu hæð er „deild“ þeirra, sem dæmdir hafa verið til dauða. Þeir eru þar, 80 manns, fjötraðir á fótum, og bíða náðunar eða endaloka. Og við lifum öll eftir sama hljómfallinu og þeir. Enginn er sá fangi, sem ekki leggst hvert kvöld á hálmbeðinn sinn með það efst í huga að morgunninn geti orðið erfiður, enginn sofnar án þess að óska þess af öllum lífs- og sálarkröftum, að ekkert gerist. En það er samt úr þeirra hópi, sem forboðnir söngvar hljóma dag hvern, stórkostlegir söngvar sem alltaf spretta út úr hjarta þjóðanna, þegar þær berjast fyrir frelsi sínu. Pyndingar? Það orð er okkur öllum löngu gamalkunnugt. Fáir eru þeir sem hafa sloppið við þær. Ef tækifæri gefst til að yrða á þá, sem nýkomnir eru í fangelsið, eru spurningarnar ævinlega eftir röð: Langt síðan þú varst hand- tekinn? Píndur? Fallhlífarhermenn eða lögregla? — Mál mitt hefur vakið meiri athygli en önnur, en það sker sig á engan hátt úr. Það, sem ég hef sagt í ákærubréfi mínu, það sem ég liér segi, er eitt dæmi um það, sem daglega fram fer í þessu grimmilega og blóðuga stríði. Það eru nú meira en þrír mánuðir síðan ég var handtekinn. Ég hef á þess- um tíma kynnzt svo miklum þjáningum og svo mikilli niðurlægingu að ég mundi ekki voga mér að minnast enn á þessa píslardaga og þessar píslarnætur, ef ég vissi ekki að það getur verið gagnlegt. Ef fólk er leitt í allan sannleika, þá er það líka leið til að stuðla að vopnahléi og friði. Heilar nætur í mánaðartíma hef ég heyrt öskur manna, sem verið var að pína, og óp þeirra halda stöðugt áfram að hljóma fyrir eyrum mér. Ég hef séð fanga hrakta með kylfuhöggum frá einni hæð til annarrar, menn, sem voru svo aðframkomnir af píningum og barsmíðum að þeir megnuðu ekkert meir nema tuldra á arabísku fyrstu orðin í gamalli bæn. En síðan hefur fleira borið fyrir mig. Ég hef frétt um „hvarf“ vinar míns Maurice Audins, sem var handtekinn sólarhring á undan mér, píndur af sama flokki sem síðan „tók mig að sér“. Hann hvarf eins og sjeik Tebessi, forseti Lögfræðingafélags Múhameðstrúarmanna (Association des Oulamas), Cherif Zahar læknir og margir aðrir. í Lodi hitti ég vin minn de Milly, starfsmann við geðveikraspítalann í Blida. Hann var líka píndur. Það gerðu fallhlífarher- menn, en eftir nýrri aðferð: Hann var bundinn nakinn á málmstól, en raf- 277
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.