Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 47
RANNSÓKNIN sér að stjórna verkinu. Lo... festi gúmslöngu við látúnshúðaðan kranann, sem glóði fyrir ofan andlitið á mér. Hann vafði druslu um höfuðið á mér, en De. .. sagði við hann: „Stingið upp í hann.“ Lo. .. kleip um nefið á mér í gegnum drusluna. Hann reyndi að koma spítukubb milli vara mér til að ég gæti ekki lokað munninum eða sett slönguna út úr mér. Þegar allt var tilbúið, sagði hann: „Þegar þú vilt tala, þarftu ekki annað en hreyfa fingurna.“ Og hann skrúfaði frá. Druslan varð fljótlega gegnblaut. Vatnið rann í munn mér, nef mér og um allt andlitið. En dálitla stund gat ég enn með herkjum andað að mér nokkru lofti. Ég herpti saman kokið til að reyna að drekka sem minnst af vatninu, og ég reyndi að halda niðri í mér and- anum eins lengi og ég gat til að komast hjá köfnun. En ég þoldi ekki við nema í nokkur andartök. Mér fannst ég vera að drukkna og það greip mig ofboðsleg skelfing, dauðans angist. Ósjálfrátt þöndust allir vöðvar líkamans í árangurs- lausri tilraun að verja mig köfnun. Ósjálfrátt fóru fingur beggja handa á æðis- lega hreyfingu. „Nú kemur það. Hann ætlar að tala,“ sagði einhver. Vatnið hætti að streyma, druslan var tekin af mér, ég dró andann. í rökkr- inu sá ég undirforingjann og kapteininn með sígarettu milli varanna berja mig í magann til að láta mig selja upp vatninu, sem ég hafði drukkið. Ég var svo ölvaður af loftinu, sem ég andaði að mér, að ég fann varla fyrir höggun- um. „Nú nú?“ Ég þagði. „Hann hefur gabbað okkur. Setjið hausinn á hon- um undir aftur.“ í þetta skipti kreppti ég hnefana svo að neglurnar stungust í lófana. Ég var ákveðin í að hreyfa ekki framar fingurna. Það var eins gott að kafna þegar í stað. Ég skelfdist að lifa aftur þá ógnarstund að finna meðvitundina fjara út, en berjast um leið af öllum kröftum við dauðann. Ég bærði ekki framar fingurna, en þrisvar sinnum ennþá varð ég að stríða við þessa óbærilegu ang- ist. Loksins leyfðu þeir mér aftur að draga andann og létu mig selja upp vatn- inu. í síðasta skiptið missti ég meðvitundina. Þegar ég opnaði augun þurfti ég dálitla stund til að átta mig aftur á raun- veruleikanum. Ég lá nakinn og óbundinn, en allt í kring voru fallhlífaher- menn. Ég sá Cha... halla sér yfir mig. „Það er allt í lagi,“ sagði hann við hina, „hann er að vakna.“ Síðan talaði hann til mín: „Sko, þú ætlaðir ekki að lifna við aftur. Þú skalt ekki halda að þú getir alltaf látið líða yfir þig. Stattu upp!“ Þeir reistu mig á fætur. Ég riðaði, greip jafnvel í einkennisbúning böðla minna, að því kominn að kollsteypast á hverri stundu. Þeir löðrunguðu mig og spörkuðu í mig og hröktu mig þannig á milli sín eins og bolta. Ég gerði 285
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.