Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 52
TIMARIT MALS OG MENNINGAR það?“ Ir. . . hins vegar hallaði sér að mér: „Þú heldur að krakkarnir þínir séu óhultir af því þeir eru í Frakklandi? Við getum náð í þá þegar við kærum okkur um.“ í þessari martröð greindi ég illa á milli þeirra hótana, sem ástæða var til að taka mark á, og hinna, sem voru ekki annað en fleipur. En ég vissi að þeir mundu ekki veigra sér við að pína Gilberte eins og þeir höfðu pínt Gabrielle Gimenez, Blanche Moine, Elyette Loup og aðrar ungar konur. Ég frétti seinna, að þeir hefðu jafnvel pyndað frú Touri (konu þekkts leikara við útvarpið í Algeirsborg), fyrir augunum á manni hennar, til að fá hann til að tala. Ég ótl- aðist að þeir renndu grun í þá skelfingu sem greip mig við tilhugsunina um að þeir kynnu að gera alvöru úr hótunum sínum, og mér var næstum huggun að því að heyra annan þeirra segja: „Honum er skítsama, honum er sama um allt.“ Þeir fóru burt, en hugsunin um það, að Gilberte kvnni á hverri stundu að verða fjötruð á píslarbekkinn, vék ekki frá mér. Cha. . . kom aftur skömmu seinna ásamt öðrum fallhlífarhermanni. Þeir píndu mig enn, og fóru síðan. Mér fannst nú að þeir væru alltaf að koma og fara, létu mig aðeins hafa nokkrar mínútur til að jafna mig. Ég sé Cha.. . fyr- ir mér leggja rafþráðinn yfir hrjóst mitt og hamra stöðugt á sömu spurning- unni: „Hvar gistirðu nóttina áður en þú varzt handtekinn?“ Þeir létu mig sjá mynd af einum af forustumönnum flokksins: „Hvar er hann?“ Ég horfði á Cha. . ., sem í þetta sinn hafði Ir. . . við hlið sér. Hann var borgaralega klædd- ur, mjög snyrtilegur. Þegar ég ræskti mig, hörfaði hann frá mér: „Vara þig,“ sagði hann, „hann ætlar að skyrpa.“ „Hvað gerir það til?“ sagði hinn. „Mér er ekki um það. Það er óþrifalegt.“ Honum lá mikið á, hann var hræddur um að óhreinka sig. Hann reis á fæt- ur og bjó sig undir að fara. Ég gerði mér i hugarlund að hann mundi vera að fara í samkvæmi og að annar dagur mundi því vera liðinn siðan ég var hand- tekinn. Og allt í einu vakti sú hugsun hjá mér fögnuð, að hrottarnir höfðu ekki yfirbugað mig. Ir. . . fór einnig burl, en ég var ekki lengi einn. Múhameðstrúarmanni var ýtt inn i dimman klefann. I svip, meðan dyrnar voru opnar, kom ofurlítil birta inn í klefann. Ég greindi vaxtarlag mannsins: hann var ungur, vel klæddur. Hann hafði handjárn um úlnliði. Hann þreifaði sig áfram og settist við hlið mér. Óðru hverju fóru kippir um líkama minn, ég tók viðbragð og stundi, eins og rafstraumspyndingarnar héldu enn áfram. Hann varð þess var að ég skalf, 290
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.