Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Slepptu mér og þegiðu. Hún togaði aftur í svo hann varð að halla brjóstinu yfir hliðið. Það er ekki eins og við séutn fullorðið fólk, sagði maðurinn. Hvað eiga svona fíflalæti að þýða? Þá sló hún hann aftur með lausu hendinni. Maðurinn dró hana til sín aftur upp að hliðinu og þegar hún streittist á móti komu tvær rákir í sandinn undan skónum hennar. Hún stóð nú þétt upp við hliðið. Maðurinn leysti frá hliðinu með vinstri hendinni, en hún ýtti og togaði svo hann varð að halda henni með báðum höndum. Eg bið þig um að láta ekki svona. Hvað heldurðu nú góða mín að vinnist með svona látum? Hvað heldurðu að mig muni um að fara á morgun og ná í hundinn? Ég þurfti ekki svo nauðsynlega að halda á honum í dag. Það var bara vitleysa af mér að minnast á þetta. En orð hans espuðu hana enn þá meira og hann beygði sig yfir hliðið til að reyna að ná í hina hönd hennar. En hún vingsaði hendinni til og spyrnti i hliðið. Ætlarðu líka að leggja hendur á konuna þína, kvikindið þitt? Kinnar hennar voru nú orðnar kafrjóðar. Ætlarðu líka að leggja hendur á konuna þína? endurtók hún þegar hann steig upp á slána á hliðinu og reyndi að komast yfir það. En hún kippti í og sló frá sér svo hann átti á hættu að falla á gaddavírinn í girðingunni. Ég bið þig um að hætta þessum látum. Hvað heldurðu að ég hafi meint með þessu þó ég segði það? Þau voru bæði móð. Svona, þetta er bara vitleysa góða mín, sagði hann með huggun. En hún tók engum orðum hans og spyrnti í hliðið og barði frá sér. Þegar hann heyrði að brakaði í saum og hún espaðist enn þá meir sagði hann: Ef ég sleppi þér, detturðu. Hann þorði ekki að sleppa henni og leitaði að orðum. Ef fólk sæi okkur, hvað heldurðu að það mundi hugsa? Hún espaðist við allt sem hann sagði og hann dró hana upp að hliðinu og sleppti henni þar. Konan tók nokkur bakföll, en náði samt jafnvægi. Hvaða þörf heldurðu að sé á að láta svona? Hann stóð eftir ráðalaus með grind hliðsins á milli þeirra og tók að leysa hnútana á snærinu. Þetta er bara vitleysa, sagði hann. Ég bið þig. Hann sleppti snærinu. En hún anzaði engu og hélt eftir veginum niður í þorpið. \ 308
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.