Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 75
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ í bréfi til systur sinnar: „Við höfðum fimm daga verkfall og síðan var skól- anum lokað í fjóra daga því að við sungum Marseillaisinn í kirkjunni.“ En byltingin beið ósigur að þessu sinni og nú komu daprir dagar fyrir þjóðina og fyrir hina fátæku fjöl- skyldu í Grúsíu. Faðir Vladímírs deyr, fjölskyldan flytur til Moskvu og dregur þar fram lífið á lítilfjörlegum eftirlaunum og greiðasölu. Drengur- inn hélt áfram menntaskólanámi en áhugalaust. Og um þetta leyti las hið verðandi skáld ekki staf í fögrum bók- menntum. Hann las Hegel og aðra heimspekinga, en þó mest pólitísk rit og þá helzt marxistískar bækur. Anti- Diihring Engels geymdi hann undir púltinu. Vinur Majakovskís, skáldið Búrljúk, sagði svo síðar frá, að Maja- kovskí hefði lesið sér heila kafla úr das Kapital utanað. Hann gekk í les- hring og stundaði hann af miklu kappi og 1908 gekk hann í rússneska sósíaldemókrataflokkinn, flokk bolsé- vika. Hann gerðist áróðursmaður meðal bakarasveina, bar um flugrit. I marz sama ár var hann handtekinn í leyniprentsmiðju bolsévika. Honum var fljótlega sleppt úr haldi fyrir æsku sakir en eftir nokkra mánuði var hann grunaður um að liafa hjálpað róttæk- um kvenföngum til að flýja og var settur inn að nýju, að þessu sinni í einmenningsklefa. Þar mátti hann dúsa í ellefu mánuði. Þetta voru dýrmætir mánuði, því í fangelsinu urðu endurfundir með Majakovskí og fögrum bókmenntum. Hann las klassíska höfunda, Shake- speare, Byron og Tolstoj, en þótti ekki sérlega mikið til þeirra koma, og hann las rússnesk samtímaskáld og þótti þau forvitnileg. Þegar hér er komið sögu hafði Majakovskí enn ekkert skrifað sjálfur nema nokkur ljóð í skólablað sem hann segir hafa verið „ótrúlega byltingarsinnuð og ótrúlega léleg“. En við allan þennan lestur inn- an grárra múra Bútirkífangelsisins kemur upp í honum þrjózkufullur metnaður, og hann yrkir í heila stíla- bók. En þetta voru misheppnaðar til- raunir eins og búast mátti við. „Guð- sélof að fangavörðurinn tók kverið af mér þegar ég var látinn laus, annars hefði ég máske prentað þetta,“ segir hann í ævisögu sinni. Og þegar hann er aftur frjáls mað- ur, þá lízt honum ekki vænlegt að snúa sér að skáldskap. Voru nú góð ráð dýr. Flestir skólar voru honum lokaðir eftir fangavistina, en hann áleit sig hvergi nærri nógu menntað- an til þess að mæta vandamálum lífs- ins og listanna. Hann ákveður því að láta pólitískt starf eiga sig í bili, en afla sér þeirrar menntunar og reynslu sem hann þyrfti til að „skapa sósíal- istíska list“, en það mark hafði hann þá sett sér. Og þar eð hann hafði orð- ið fyrir vonbrigðum með ljóðgáfu sína, þá ákvað hann að snúa sér að bernskuhugðarefni sínu: myndlist. 313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.