Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 84
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
laust minnzt á Jesúm Krist sem „þef-
ar af gleymméreium sálar minnar".
Skorað er á vegfarendur að taka
hendur úr vösum og „þrífa stein, hníf
cða sprengju“. Þetta er semsagt mik-
ið og hressilegt formælingarkvæði, en
um leið bezta dæmið um stíl Maja-
kovskís á þessum tíma. Það er mjög
samþjappað, farið hralt yfir, gripið
til furðumynda og stórýkna. Skáldið
lýsir bið elskhugans þannig:
Kg bræddi enni mínu gluggans gler.
A öðrunr stað segir:
ég sný baki við ykkur
sólina set ég
eins og einglyrni í galopið auga mitt.
En þrátt fyrir allar furður kvæðisins
er það undarlega „skiljanlegt“, ef svo
mætti að orði komast. Þrátt fyrir
ofsafengið hugmyndaflug og kata-
strófísk umbrot tekst Majakovskí
ekki aðeins að koma róti á huga les-
andans, heldur og miðla honum af
því hálfrökvísa samhengi hlutanna í
skáldskap, sem svo mörgum góð-
skáldum okkar aldar hefur tekizt að
fela mjög rækilega.
Nú var styrjöld í heiminum, ein-
staklega heimskuleg styrjöld, enda
formælti Majakovskí henni í mörgum
mögnuðum kvæðum. — Hann var
svo heppinn að sleppa við herþjón-
ustu sakir vafasamrar pólitískrar for-
tíðar. En hann yrkir mikla drápu
Stríðið og heiminn og skrifar tölu-
vert í skoptímarit. Um þetta leyti
kynnist hann Gorkí og kemur þeim í
fyrslu dável saman. Þá kemur drápan
Maðurinn út, og þykir andi Gorkís
nokkuð svífa yfir því verki. Dregur
nú til stórtíðinda í landinu. Og Maja-
kovskí bíður eftir byltingunni eins og
dýnamítsprengja.
V
Októberbyltingin 1917 var eins og
kjarnorkusprenging í hjörtum skáld-
anna.
Margir rússneskir rithöfundar
flýðu land þegar í stað, felmtri slegn-
ir. Meðal þeirra voru ekki aðeins
fyrirfram ákveðnir fjandmenn bylt-
ingarinnar einsog Mérezjkovskí og
Artsibasjef og skáldkonan Zínaída
Hi])])íus sem kveður föðurland sitt
með svofelldum orðum:
Og brált skaltu rekin með kylfum í
gamla hlöðu
])ú þjóð, sem hefur forsmáð helgidóma
Það var enginn vafi á því hvað þetta
fólk vildi. En það fóru einnig góð og
gild raunsæisskáld, gjarnan þekkt fyr-
ir „samúð með lítilmagnanum“, höf-
undar eins og Kúprín, Búnín, Sjme-
ljof. Forsendurnar fyrir þessum flótta
hafa verið margvíslegar. En mest ber
á sterkum ótta um framtíð menning-
arinnar, ótta við að hinn blindi, reiði
öreigamúgur brjóti í hefndaræði nið-
ur fegurð og menningu aldanna, að
ættjörðin, hið heilaga Ilússland,
322