Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 85
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ drukkni í blóði og hryðjuverkum og síðan hefjist sigurhátíð villimennsk- unnar. Margir voru í vafa, Alexei Tolstoj, sem síðar varð einn bezti höfundur Sovétríkjanna sat þá enn í París og vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga. Þá má og nefna hóp skálda, sem tók byltingunni fá- lega en fór þó hvergi, það eru hinir svonefndu innri emigrantar. Þeirra á ineðal voru Akhmatova og Pasternak. Það kenndi einnig margra grasa meðal þeirra skálda sem veittu bylt- ingunni lið. Dýrlingur symbólista, Alexander Blok, sneri sér til rúss- neskra menntamanna í greininni Bylt- ingin og menntamenn. Hann skoðar byltinguna sem eðlilegt svar við æva- gamalli kröfu hins rússneska sann- leiksleitanda um „allt eða ekkert“, sér í byltingunni upphaf stórfenglegra tíma, hvetur til að „hlýða á Bylting- una með öllu hjarta, allri vitund“. Það var Blok sem bezt skrifaði urn atburðina 1917: kvæðið um rauðlið- ana tólf, blóðuga postula byltingar- innar, sem þramma í nöprum vindi tímans um götur Pétursborgar með Krist í fararbroddi. Svo var Valerí Brjúsof, einhver sérkennilegasti per- sónuleiki samtímans, ótrúlega lærður fagurkeri, einstaklingshyggj urnaður fullkominn, skáld sem bæði hafði gengið í blárri þoku svmbólismans og í klassískri heiðríkju. Einnig hann gengur í lið með byltingunni og skrifar um hana stórbrotin ljóð, full af fróðleik og sögulegri víðsýni. Hann tekur gjarnan heimspekilega til orða: Ut úr hring lífsins, heimi hins bundna þeytumst við' út í hið ótrúlega. Auðvitað voru bæði þessi skáld heldur óvæntir liðsmenn. Hinsvegar var ekkert eðlilegra en að sjá gamal- reynda rauðliða eins og Démjan Bédni og Sérafímovítsj „hérna megin götuvígjanna“, enda hvesstu þeir penna sína án hiks og efa. Gorkí hef- ur nokkra sérstöðu, hann var vissu- lega byltingarvinur, en hann deildi með mörgum öðrum þungum áhyggj- um út af framtíð menningarinnar, og átti nokkrar deilur við Lenín um þau efni. Þar að auki var Gorkí sjúkur á þessum árum, fór hann því suður til Italíu og dvaldist þar lengi. Það var fyrst eftir heimkomuna 1928 að hann gerðist höfuðleiðtogi í sovézku bók- menntalífi. VI Byltingin olli Majakovskí ekki miklu sálarstríði. Hann segir í sjálfsævisögu sinni: „Átti ég að taka byltingunni eða ekki? Ég (og aðrir Moskvufútúrist- ar) spurði ekki slíkrar spurningar. Þetta var mín bylting. Eg fór í Smolní.1 Vann allt sem vinna þurfti.“ 1 Kvennaskóli í Pétursborg. Aðsetur Ráð- stjórnarinnar á fyrstu dögum byltingarinn- ar. 323
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.