Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 97
VLADÍMÍK MAJAKOVSKÍ X Eins og kunnugt er framdi Maja- kovskí sjálfsmorð í apríl 1930. Það hafa komið upp ýmsar tilgátur uin orsakir þessa sjálfsmorðs. Og margir, einkum þeir sem hafa horn í síðu kommúnismans, vilja halda því fram, að tvennt af því, sem við höfum drepið á: erfiðleikar í baráttu fyrir list hans og yfirgangur „smáborgara- skaparins“ hafi hér ráðið úrslitum. Að Majakovskí hafi fyrirfarið sér sakir óánægju með ríkjandi menning- arástand og hið sósíalistíska þjóðfé- lag yfirleitt. Það er erfitt að fallast á slíkar get- gátur. Auðvitað hafa ofangreindir erfiðleikar lagzt þungt á skáldið. En ekkert er það í síðustu kvæðum skáldsins sem bendi til þess að þung- ar áhyggjur af þessum vandamálum hafi eflzt svo mjög að til örvæntingar horfði. í síðasta stórvirki sínu Full- um liálsi gengur Majakovskí alls ekki fram hjá grimmd tímanna, en hann staðfestir líka allt það sem hann hefur áður sagt um kommúnismann, þá stefnu sem hann hafði lifað fyrir. Kvæðinu lýkur á þeim orðum, að þegar skáldið stikar yfir fjöll tímanna og heilsar upp á Miðstjórn framtíð- arinnar, þá muni hann veifa eins og bolsévistísku flokksskírteini öllum hundrað bindum verka sinna. Þessi orð eru skrifuð í janúar 1930, og eng- inn hefur efazt um að þetta eru einlæg orð. Og ef út í aðra sálma er farið: hafi Majakovskí og list hans átt marga öfluga andstæðinga, þá átti hann einnig fjölda stuðningsmanna úr hópi alþýðufólks, skálda og stjórn- málamanna. Þar að auki var Maja- kovskí það karlmenni að ólíklegt er að tekizt liafi að hræða úr honum líf- ið. I bókinni Majakovskí sjáljur lætur vinur skáldsins Léf Kassíl í það skína, að Majakovskí hafi orðið fyrir þungu persónulegu áfalli á þessum mánuð- um, og hafi það ráðið úrslitum um ákvörðun hans. Um þetta er erfitt að dæma, en dánarbréf skáldsins virðist styðja slíka skoðun. Það hljóðar svo: TIL ALLRA Sakið engan um dauða minn, og fyrir alla muni slúðrið ekki. Hinn látni kunni slíku mjög illa. Mamma, systur mínar, félagar, fyrirgefið, þetta er ekki úrræði (ég ræð öðrum frá slíku) en ég á einskis annars kost. Lilja — elskaðu mig. Félagi ríkisstjórn, fjölskylda mín er Lilja Brík, mamma, systurnar og Veroníka Polon- skaja. Ef þú sérð sómasamlega um þær, þá kann ég þér þökk fyrir. Látið Bríkana1 hafa ófullgerðu ljóðin. Þau skilja þau. Eins og sagt er: „málið liggur ljóst fyrir“ skip ástarinnar brotnaði við hversdagsleikann. Eg er sáttur við lífið og ekki til neins að telja upp gagnkvæman 1 Lilju og Osip. 335
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.