Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 107
SMÁBÆKUR NENNINGARSIÓÐS
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur efnt til útgáfu nýs bóka-
flokks, sem eingöngu er ætlað að flytja ýmis smærri rit, bók-
menntalegs eðlis, innlend og erlend, gömul og ný. — Ritstjóri
bókaflokksins er Hannes Pétursson skáld.
Fyrstu bækur þessa nýja bókaflokks eru nú komnar út, þrjár
samtímis. Bækurnar eru þessar:
SamdryUUjaH
eftir Platon. Steingrímur Thorsteinsson skáld þýddi, dr. Jón
Gíslason sá um útgáfuna. Eitt frægasta rit grískra fornbók-
mennta. Bókin er 130 bls. að stærð. Verð í bandi kr. 85.00.
lÖrutftbaH og lútau
Ijóðaþýðingar eftir Halldóru B. Björnsson. Hér birtist m. a.
sýnishorn af ljóðum Grænlendinga, Kanada-eskimóa, Afríku-
svertingja og Kínverja. Forvitnileg bók. — Bókin er 80 bls.,
verð í bandi kr. 75.00.
Skiptar sUobaHtr
ritdeila Sigurðar Nordals og Einars H. Kvarans á árunum
1925—1927 um bókmenntir og lífsskoðanir. Tvímælalaust ein-
hver merkasta ritdeila, sem háð hefur verið hér á landi. —
Bókin er 140 bls. að stærð, verð í bandi kr. 85.00.
B Ó KAÚTGÁFA MENNINGARSIÓÐS