Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ■ 23. ÁRG. • MAÍ 1962 • 2. HEFTI
M þessar mundir eru liðin tuttugu og fimm ár síSan BókmenntafélagiS
u Mál og menning var stofnað,17. júní 1937. Stjórn félagsins hyggst minn-
ast þessa merkisafmœlis með ýmsu móti á hausti komanda, og verður skýrt
nánar jrá þeim fyrirœtlunum í nœsta hejti Tímaritsins.
En af tilefni afmœlisins hafa forráðamenn jélagsins einnig ásett sér að gera
átak til að auka veg þess, efla krafta þess og bæta starfsskilyrðin. Hlutverk
Máls og menningar er að geja út góðar bœkur og ódýrar, en ódýrar bœkur er
því aðeins hœgt að geja út að tiltölulega stór kaupendahópur sé fyrir hendi.
Og hverjir möguleikarnir eru sést bezt á því að á undanförnum árum hefur
Mál og menning getað gefið út nédœgt 1000 síðum á ári, miðað við átta blaða
brot, fyrir aðeins 250 króna gjald. En útgája Heimskringlubóka og þau kjör
sem jélagsmenn njóta við kaup þeirra byggjast einnig á því að þœr seljist í
stœrra upplagi en gengur og gerist: bók sem kostar 200 krónur í búð er seld
félagsmönnum á 150 krónur, sú sem kostar 360 krónur í búð, á 270, og þetta
lága verð er sett á bœkurnar í trausti þess að nógu margir kaupi þœr.
En hér gildir það, að því stœrri sem félagsmannahópurinn er, því fleiri
félagsbœkur er hœgt að gefa út, og því öruggari getur þá einnig útgáfa Heims-
kringlubóka orðið, þar sem gera má ráð fyrir að aukin félagsmannatala haji
í för með sér aukna sölu þeirra.
Af þessum ástœðum œtti hverjum félagsmanni Máls og menningar að vera
Ijóst að sú bezta gjöf sem hann gœti gejið félaginu á tuttugu og fimm ára
afmœli þess vœri nýr félagsmaður. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að
auka þurfi félagsmannatöluna um 500 á þessu ári. Og þeir heita á alla félags-
menn Máls og menningar að leggja sér lið við að ná því marki.
Heill félagsins er undir því komin að það sé vaxandi félag sem nái alltaf til
nýrra og nýrra lesenda. Og enda þótt saga Islands síðasta aldarfjórðung sé á
margan hátt dapurleg, þá leyfir ritstjórn Tímaritsins sér að biðja lesendur að
hugleiða, hvort viðleitni Máls og menningar, baráttan sem háð hefur verið á
vegum félagsins fyrir menningu og þjóðfrelsi hafi ekki verið eitthvert stöðug-
asta mótvœgið gegn þeirri forheimskun, því ofstæki og þeirri andlegu niður-
lœgingu sem ásótt hefur þá sem mestu hafa ráðið á landi hér á þessum árum.
97
7