Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Það er engin ástceða til að jara í launkoja með það, að ef enn verður haldið
ájram þeirri ajturhaldsstefnu sem ráðið hejur um sinn hér á landi, þá má bú-
ast við því að bráðlega verði kreppt ekki aðeins að frjálslyndum og róttœkum
þáttum íslenzks menningarlífs heldur að hverskonar menningarvið-
leitni. Ýmis ískyggileg merki þeirrar ómenningarsóknar, sem ekki er tceki-
jœri til að rœða að sinni, hafa einmitt komið í Ijós á síðustu árum og á síðustu
mánuðum. Eina vopn frjálslyndra manna gegn þvílíkri sókn er máttur sam-
taka þeirra, eina svar þeirra að efla samtök sín.
Halldór Kiljan Laxness varð sextugur 23. síðasta mánaðar. Ritstjórn
Tímaritsins árnar honum allra heilla um leið og hún þakkar honum
fyrir þann mikla þátt sem hann hefur jafnan átt í því að gera Tímarit Máls og
menningar að ómissandi lesningu allra þeirra sem um bókmenntir hugsa á
íslandi.
Mál og menning hélt upp á afmœli Halldórs Laxness með sýningu í sam-
komusal sínum, Snorrasal, þar sem mönnum gafst kostur á að sjá útgáfur
bóka hans bæði á íslenzku og fjölda erlendra mála, sýnishorn af handritum
hans, blaðaúrklippur og ýmis gögn önnur varðandi cevi hans og starf. Einnig
var frumsýnd kvikmynd um Halldór sem Ósvaldur Knudsen hefur gert.
Tímaritið minnist afmœlisins í þessu hejti með grein eftir Peter Hallberg
um áhrif taóismans á verk Halldórs, og einnig er endurprentuð grein eftir
Halldór, rituð árið 1926, sem varla mun mörgum kunn. Ennfremur er birt í
heftinu höggmynd sú sem Sigurjón Ólajsson gerði af Halldóri í vetur og fyrst
var sýnd á sýningunni í Snorrasal.
98