Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR löndum rómönsku Ameríku ... Ef Castro lánast starf sitt heimafyrir, verður fordæmi hans miklu hættu- legra en allt það sem hann kynni að gera beinlínis.“ (Með „beinlínis“ á Lippmann við sögusagnir Banda- ríkjamanna um að Kúbumenn búi sig undir að kosta og vopna uppreisnir í löndum Suður-Ameríku.) Leyfum oss að spyrja: hverjum yrði fordæmi hans hættulegt? Umbótasinnaður þjóðhöfðingi sem er að skapi Bandaríkjamanna er ein- mitt Frondizi, sem lét þrjátíu og átta sinnum undan afturhaldinu, og dugði þó ekki til. Það er með aðstoð slíkra þjóðhöfðingja sem Bandaríkjamenn vonast til að geta (eins og Lippmann segir í annarri grein, um fall Fron- dizi) „vakið þjóðfélagslegar umbæt- ur án þess að brjóta í bág við „rétt- trúaða“ stefnu í fjármálum og án þess að komi til byltingarsinnaðs eignarnáms“. í rómönsku Ameríku jafngildir það kvaðratrót hringsins. Það er hollt að hafa í huga þegar rætt er um þessi mál, að Bandaríkjamenn eru 6% mannkynsins, en neyta 50% af framleiðslu þess. Það sem meðal annars gerir þeim þetta fært er sá ofgróði sem þeir hafa af vanmáttug- um þjóðum, það eru þau röngu verð- hlutföll sem þeir hafa lögfest milli iðnvarnings Bandaríkjamanna og hráefna þeirra þjóða sem þeir hafa kurteislega sæmt allar saman nafnbót- inni „the soft under-belly of the West- ern world“. Það er 20% gróðinn sem þeir toga út úr þrælkuðum, hungr- andi og fáfróðum þjóðum Suður- Ameríku. Sá sem reynir að andæfa þessum hlunnindum þjóðar sem telur eignar- og gróðaréttinn heilagri en guð, er óhjákvæmilega kommúnisti að áliti Bandaríkjamanna. Og ég læt öðrum eftir að deila um hvort sú á- lyktun sé rökrétt eða ekki. 4 Af dæmi rómönsku Ameríku má sjá hvernig hinn óbeini, hinn dulbúni kólóníalismi fer að því að koma sér fyrir, hvernig hann þróar út í æsar þá aðferð að nota auðmagnið sjáir' sem kúgunartæki. Þar sem hin gam’.i ný- lendustefna var óhugsanleg án beins valds hafa Bandaríkjamenn upp á síðkastið mjög sjaldan þurft að beita opinberu ofbeldi í rómönsku Amer- íku: auðmagnið starfar fyrir þá. Og það er reyndar athyglisvert að á þ°i:n stöðum þar sem vald auðmagnsins hefur ekki dugað (Guatemala 1954, Kúba 1961) hafa Bandaríkin einnig leitazt við að dulbúa vopnað ofbeldi sitt. í öðrum hlutum hins „þriðja heims“ eru aðstæðumar að sjálfsögðu að ýmsu leyti ólíkar, og ber að hafa það í huga enda þótt reynt sé að draga fram hliðstæður. Það er auð- séð að þjóðir Afríku til dæmis eiga nú að sumu leyti auðveldari leik á borði en Suður-Ameríka, einmitt vegna þess 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.