Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 41
FERÐASAGA AÐ AUSTAN er eða gert í hreinum tilgangi. En þær greinar voru mjög gerðar í hreinum tilgangi. Jeg ætlaði upphaflega að hafa þær langtum fleiri, en það er vafasamt hvort heppilegt sje að halda lengi áfram í sama tón. Einhverjar frátafir ollu því, að greinarnar duttu niður botnlausar, en það gerði reyndar ekkert til, því það stóð aldrei til að það yrði í þeim neinn botn. Jeg er nú löngu búinn að gleyma hvar jeg hætti, eða hvað hefði verið eðlilegast að jeg tæki næst fyrir, en það gerir heldur ekkert til; jeg get alveg eins byrjað á nýjan Ieik í ár. Það er hvort sem er alveg takmarkalaust, sem hægt er að segja um heila þjóð. Jeg hef löngu rekið mig á, að það er miklu fróðlegra að ferðast um í sínu eigin landi, heldur en utanlands. Það göfgar mann meir að kynnast sinni eigin þjóð en öðrum þjóðum. Þetta stafar af því, að maðurinn hefir betri skilyrði til að skilja sitt eigið land og sína eigin þjóð, heldur en önnur lönd og aðrar þjóðir. Og jeg hygg, að enginn íslendingur geti náð hærri sæmd en þeirri, að verða góður Islendingur; en til þessa þarf hann að skilja landsháttu og þjóðar- háttu. Ekki hygg jeg þó að heppilegri leið sje auðfundin til góðs skilnings á eigin landi og eigin þjóð, en dvöl meðal annara. Menn átta sig best á einum hlut af samanburði við aðra. Hugsun er samanburður. Því eiga menn að fara til annara þjóða í þeim erindum að þroska hæfileik sinn til skilnings á sinni eigin þjóð. Það er langt frá mjer, að vilja gefa í skyn með þessu, að jeg sje hæfari en hver annar til að skilja ísland og íslendinga, þótt jeg hafi kanski nokkrum sinnum siglt fyrir Reykjanes, eða sje að mælast til þess af fólki, að það gleypi við skoðunum mínum eins og hinni einu, sönnu trú (sem það kærir sig hins- vegar ekki um að gleypa við). Hitt er annað mál, að gagnvart háttvirtum kjósendum, sem hafa tilhneigingar til að yrkja um mig samskonar leirhnoð og þeir munu hafa komist að raun um, að virðingarfíknir broddborgarar þola hvað síst, þá leyfi jeg mjer auðmjúklegast að halda því fram, að hafi jeg ein- hvern hlut fyrir augunum, þá sje jeg hann ekki endilega lakar en hver annar. Leirhnoð eftir einhvern háttvirtan kjósanda um mig persónulega, er því miður mjög illa fallið til að sannfæra mig um að einhver skoðun sje mætari en mín eigin eða eitthvað sjónarmið betra. Samt get jeg sagt einhverjum karli að austan (eða norðan?) það til hróss, að honum tókst að koma saman einni sæmilegri vísu, í dálitlum brag, sem hann fann hvöt hjá sjer til að hnoða saman um mig og senda „Verði“. Veit jeg, að þótt ritstj. hafi verið ófáanlegur til að prenta þessa vísu í fyrra, þá gerir hann það nú, fyrir mín orð, af því að við erum gamalkunnugir. Leyfi jeg mjer að skifta um áhersluorð á einum stað í vísunni, til þess að áferðin sje feldari: 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.