Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 50
THOR VILHJALMSSON Hið þögla tré HIÐ þögla tré næturinnar, undir limi þess stendur fölur maður. Tungu- skornir söngfuglar á grein, — rauðir bláir og gulir. Hvað sáu þeir með sínum litlu kringlóttu og svörtu augum? Maðurinn hafði augun aftur, hallaðist að gildum stofni trésins og fann hrjúfan börkinn með grófum sprungum við bak sitt, fann hin fornu mynstur letrast inn í viðkvæmt hörund baksins gegnum þunna skyrtu úr bleiku silki. í kyrrð næturinnar voru ekki stjörnur, og enginn máni glotti yfir þessum draumi og umkomuleysi á sviði hans. Þó voru hinir gæfusnauðu fuglar að reyna að hefja sínar horfnu raddir upp úr gröfinni, upp úr kalksteypunni seni fangaði þær svo djúpt grafnar í moldinni að engar fálmandi hjartataugar myndu ná að bera lífið aftur þangað. Þessar raddir voru eins og minning um vængi af litfögrum fiðrildum sem sátu einhverju sinni á stóru laufblaði, nú var sú stund fjarri og aska fjallsins gróf allt fyrir löngu. En fuglarnir teygðu fram af vitum sér tilfinninguna nakta og þögla síðan tónstrengirnir voru ekki lengur. Sátu þar án tengsla með sér undir þykkri loð- kápu næturinnar og gátu ekki sungið framar, hver og einn svo lítill með fagra liti sína fánýta í heiminum. Þá hóf maðurinn handleggina sem höfðu hangið með síðum, nú var þeim vakið ofurlítið afl til að rjúfa hreyfingarleysi myndarinnar. Og maðurinn bar hendur fyrir andlitið með fingurna glennta, en það lýsti milli þeirra af fölva ásjónunnar líkt og af þjóðsögunnar mána bak við slæður skýja þegar það kennir frosts. Græn augu hans náðu lengra út yfir þegjandi víddir ofar dimm- um löndum í heimsálfu næturinnar. En svart hár hans strokið þétt að höfðinu sást ekki í myrkrinu, og það var líkt því sem sniðið væri ofan af höfðinu svo hið lausláta blómskrúð hrapandi ofan af trjánum hefði getað drifið þangað inn og laufið líka þegar kemur haust, laufið gult og rautt; og safnast þar í tómu og ihnvana keri sem beið, — því sem var þetta mannsins fislétta höfuð. 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.