Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 51
HIÐ ÞÖGLA TRÉ Þannig stóð hann eins og stytta úr stóru safni sem þjófar á flótta hafa skilið eftir í náttúrunni, hvít og gömul leifð gleymdrar menningar. Hið hljóða vitni týndra reikandi þjóða sem eru horfnar með sinn ofþroskaða vísdóm, með ástríður sem urðu viðskila einföld rök í lífsspilinu. Sko hinn hámenntaða fugl sem hefur fellt fjaðrirnar, flýgur ekki meir. En hugsar nú um flugið, lifir flugið ríkar en þeir sem enn hafa vængina: Hann flýgur þótt hann sitji kyrr. Flug hans á ekki framar skylt við himinferðir hinna frjálsu fugla sem sigla á vængjunum eftir loftsins byr og straumum ýmsum í forkostulegu sakleysi, — nei á jörðinni situr sá sem át epli skilnings og hugs- ar. Kann ekki framar að fljúga. Hann hugsar um ásýnd hlutanna ofan og neðan og innan og utan, setur gogg síns skilnings í eðliskjarnann, og sér með augun aftur. Ekkert annað frelsi er til en þetta, hugsar bandinginn. Er það þessi maður? Hann er alls ekki bundinn við tréð, ekki á höndum heldur ekki á fótum. Þó færði hann sig ekki frá því. Hvernig var hann þá bundinn þessu tré? Hvað batt hann þarna? Síðan slítur maðurinn sig óbundinn með ofbeldi frá trénu mikla þar sem hann hefur staðið lengi kyrr. Hann rykkir sér með ónefndum sársauka úr fjötralausum faðmlögum þess. Þá kom máninn fram í gáttina á húsi og horfði út. Horfði út með frægum fingrum sínum sem voru út úr milljón augum í silfurandlitinu að þreifa á hlut- um í eigu næturinnar, í drottinvaldi þessarrar margkynjuðu frúar sem er Nóttin. Og taka á öllu sem næst með mjúkum svölum gómum sínum, og seild- ust eftir þessum svarthærða manni. Fálma með hrindingarfúsri þrá eftir manninum sem var nú að dansa með augun aftur á blágrænu grasinu, stundum í rauðbrúnni mold, yfir gráar og hvítar klappir sem jökull svarf forðum svo þar mættu smáar verur dansa nökt- um fótum á gólfinu. Og dansaði yfir hin óbyrgðu og smáu andlit blómanna svo litirnir fölnuðu undir fíngerðum og grönnum fótum hans þó þeir snyrtu þau varla, — sveif hann þyngdarlaus. A svörtum haffletinum sem var á höfði mannsins hið stríða gljástrokna hár, þar voru engir mávar hvítir í spegli þeim. Hafið var kyrrt og vítt og slétt: það höfðu drukknað í því tvær konur. Ónnur var af degi með ljós hans í hjarta, hin alin af nóttu með myrkur hennar milli hvítra og langra fingra sinna. Sú sem var af deginum hafði gula vængi af fiðrildum og fjólublátt blóm í rauðu hárinu sem fossaði niður á hinar sólbrúnu og grönnu axlir og niður- eftir baki eins og sendiboð. Augun voru líka græn. Fingurnir voru stuttir og 143
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.