Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 54
TAO JUAN-MING
HEIMKOMAN
Taó Júan-Míng (372?—427 e. Kr.) er rneðal ástsælustu skálda Kínverja þann dag í dag;
hann orti um náttúruna, blóm, börn og vín. Annað kínverskt skáld, Sú T’úng Pó, lét svo
ummælt sjö öldum síðar: „Ekkert skáld met ég meir en Taó Júan-Míng; enginn geðjast
mér betur. Hann orti fá ljóð, sem öll eru látlaus en þó fögur, litrík en þó hófsöm í orðum.
Tú Fú, Lí Pó og þeir hinir standa honum allir að baki.“ Ifann var af heiðarlegri embættis-
mannaætt og ólst upp í fátækt. Fyrir fortölur vina sinna sótti hann sjálfur um embætti
þvert á móti vilja sínum, því að hann var maður hlédrægur. Eftir áttatíu og þrjá daga gafst
hann upp í starfinu og hélt aftur til sveitar sinnar þar sem hann undi síðan við jarðyrkju,
skáldskap og hóflega drukkið vín. Prósaljóð hans Heimkoman fjallar um þrá hans til átt-
haganna meðan hann enn var í embættinu; telst það til fegurstu gimsteina kínverskra
bókmennta.
Ég verS aS hverja heim. Um akra mína og garSa
breiSist órœktin áfjáS.
Hví skyldi ég ekki jara?
Hví skyldi ég andvarpa hér lengur
úr því að sál min hejur gerzt ambátt líkamans?
Nei, ég mun ekki sýta hina liSnu tíS,
heldur hejja anda minn fram til hins ókomna.
Mig hejur ekki boríS oj langt af leiS.
Ennþá veit ég
um veginn sem liggur heim.
Ljújlega og létt líSur báturinn,
kápan mín jyllist vindi og jlögrar í golunni.
Ég uppgötva leiSina ejtir því sem mér miSar
og jormœli mózkunni í dögun og undir kvöld.
146