Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 55
HEIMKOMAN
Og síðan mun hús mitt, dyr mínar bera i sýn,
þá mun ég jagna, taka á sprett eins og drengur,
heimilisfólkið mun þyrpast að heilsa mér
og börnin bíða mín hljóðlát jraman við dyrnar.
Stígarnir þrír eru nœrri því týndir í gras,
en furutrén eru þó ennþá söm og grœn,
og morgunjrúrnar munu Ijúka upp bikurum sínum.
Ég tek börnin við hönd mér og geng inn í húsið.
Mér er borið vín í jullum jlöskum.
Ég tœmi staupið og halla mér upp að glugga.
Með jögnuði virði ég fyrir mér uppáhaldsgreinarnar mínar,
með jögnuði jinn ég seitla um mig jriðsemd kojans.
Stundum rája ég um garðinn minn,
þar er hlið sem er sjaldan opnað.
Eg hallast fram á stajinn minn í ró
og lyfti stundum höfði og litast um.
Skýin hefjast letilega úr dölunum;
juglarnir leita til hreiðra sinna, þreyttir aj jlugi.
Það dimmir, en samt dvel ég ennþá í haganum
og gœli við einmana juru.
Ég verð að hverja heim!
Ég kœri mig elcki um jleiri vini mér til dægrastyttingar.
Eg og veröldin erum skilin að skiptum.
Hvers skyldi ég leita framar meðal manna?
í faðmi jjölskyldu minnar mun ég eyða dögunum
og tómstundum mínum við lútuleik og lestur ...
og bœndurnir munu segja að vorið sé í nánd
og mál sé að plœgja vesturakrana.
Ég mun aka út í vagni
yjir skarpa hœðarkamba eignarinnar.
Ég mun róa litlum báti inn i vólundarhús
laujanna í leit að kyrrum helli.
147