Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þessi skammæja valdataka öreiganna í Parísarkommúnunni hefur haft var- anleg áhrif: ofboð það, sem greip horgarastéttina, gagntók einnig hinn aldna Hippolyte Taine engu síður en Friedrich Nietzsche, sem þá var ung- ur, en honum varð Parísarkommúnan ógleymanlegt áfall. Því eindregnar sem öreigalýðurinn lét til sín taka, þeim mun erfiðara varð að komast af með tvíklofnar og mótsagnakenndar uppreisnir innan borgarastéttarinnar, þeim mun hraðar knúði stéttabarátt- an uppreisnarmenn andans til að taka höndum saman við verkalýðinn elleg- ar þá að snúast á sveif með aftur- haldinu eða hverfa til sýndarhlutleys- is þjóðfélagslegs nihilisma sem var ekkert annað en stuðningur við ríkj- andi ástand gegn því sem koma átti. Natúralistarnir vildu lýsa þjóðfé- lagsástandinu af „vísindalegri hlut- lægni“; en þessi „hlutlægni“ var vill- andi. Þeim fór eins og impressjónist- unum, að þeir litu ekki á þetta ástand sem átök framtíðar og fortíðar held- ur sem óhagganlega samtíð, skoðuðu það ekki í díalektísku samhengi held- ur sem orðinn hlut. Meðan Taine var enn framfarasinnaður skrifaði hann í bréfi til Zola, sem þá var ungur mað- ur: „Með því að loka sig inní loft- þéttu rúmi og segja lesandanum von- lausa sögu af ófreskju, geðsjúklingi eða vesalingi, hljóta menn aðeins að fæla lesandann frá sér ... Sannur listamaður verður að hafa á sínu valdi umfangsmikla þekkingu og grundaða afstöðu svo hann geri sér ljóst þetta mikla samhengi. Nú á dög- um sérhæfa rithöfundar sig um of, loka sig frá heiminum og stunda smá- sjárrannsóknir á einstökum atriðum í stað þess að beina sjónum sínum að heildinni.“ Eins og Cézanne líka rak sig á var listamaðurinn búinn að missa sjónar á „heildinni", samheng- inu mikla; í natúralíska túlkun veru- leikans vantaði alla flokkun; atriðin heimtuðu sömu athygli hvort heldur þau voru óveruleg eða einkennandi; suðandi býfluga ellegar eggjasölu- kerling, sem rekst af tilviljun inni herbergið og truflar örlagaríka at- burðarás eða samtal eru álitnar jafn mikilvægar og einkennandi og rök- bundin samskipti sögupersónanna vegna þess að þær eru jafn raunveru- legar. Nákvæm eftirmyndun að- stæðna, sem álitnar voru óhagganleg- ar, ól af sér tilgangsleysiskenndina, þjakandi og kjarkdrepandi andrúms- loft athafnaleysisins. í natúralisman- um kemur fram þessi sljóa og örvænt- ingarfulla uppgjöf gagnvart hlutun- um (sem umhverfið mynda), gagn- vart ómannlegum lögmálum kapítal- ískrar framleiðslu, þessi hlutgerving og mannlæging, sem átti eftir að birt- ast enn hrottalegar í listinni síðar meir. Natúralistarnir sáu fyrst og fremst hið brotakennda, afskræmda og viðbjóðslega, hið skítuga yfirborð kapítalískrar borgaraveraldar, án 152
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.