Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR borgaralegir listamenn og rithöfund- ar taka höndum saman við verklýðs- stéttina, þó ekki verði alltaf beinlínis sú raunin á. Hrörnun og hnignun hins kapítalíska borgaraheims er aug- ljós, og borgaralegar listir og bók- menntir eru í heild sýktar af henni. Þarmeð er ekki sagt að hægt sé að af- greiða alla viðleitni og ávexti borg- aralegra lista og bókmennta með for- múlunni „hnignun“; því í fyrsta lagi skilar hnignunin ekki einungis hrak- Iegum heldur einnig veigamiklum verkum, og í öðru lagi eiga sér stað átök í tilfinningalífi, hugsun og starfi margra listamanna og rithöfunda hins borgaralega heims, átök milli hnign- unar og gagnstæðra afla. Þaraðauki hefur verklýðsstéttin bein og óbein áhrif á rithöfunda og listamenn, og það eins þó þeir haldi sig í fjarlægð frá henni — þeir eru líka ósjaldan Iítt fúsir til sátta \dð kapítalismann, lenda í andstöðu við hann, mótmæla og gera sínar uppreisnir, þótt oft séu þær í skrumskældri og ruglingslegri mynd. Hreyfingar eins og expressjónismi, fútúrismi, surrealismi mörkuðust ekki einungis af úrkynjun, heldur einnig af þrjózku, andmælum, upp- reisn — og á úrslitastundum spruttu upp úr þessum stefnum ekki einungis andkommúnistar, heldur líka komm- únistar. Aragon, sem áður var surrealisti segir í ritgerð sinni: „Un perpétuel printemps“ þar sem hann er að fjalla um fyrstu bók ungs borgarlegs rithöf- undar: „Kannske undrast menn það, að ég skuli sýna þá þrjózku að segja „við“ þegar ég á við surrealistana. Það liggur í augum uppi, hvað okkur varð að skilnaði: ofbeldið, ósann- girnin, árásirnar. Já! En það hefur ekki verið frá ininni hlið; hafið þið tekið eftir því? Ekki í eitt einasta sinn þessi þrjátíu ár. Haldið þið að það sé tilviljun? . .. Ég man eftir því, að einhvern tíma á þeim döpru dög- um þegar allt var að fara uppíloft milli okkar vegna þess að ég var orð- inn kommúnisti, vegna þess að ég vildi reynast kallinu trúr, að þá sagði einn þeirra, André Breton, við mig með ögrandi beiskju: „Og ef þú nú stæðir frammi fyrir þeim vanda að verja Rimbaud eða Lautréamont gagnvart flokknum, ertu þá reiðubú- inn að gera það?“ Á þeim dögum var þetta að því er virtist fullkominn ó- gerningur ... Þrjátíu árum síðar má sjá að þetta er orðið auðvelt (og ögn hef ég lagt af mörkum til þess) og á það ekki einungis við um Rimbaud og Lautréamont: Ég hef jafnvel varið sjóndeildarhring æsku minnar . .. Núorðið dirfist ég jafnvel að fullyrða, að þar sem surrealisminn hefur nú sem önnur fyrirbæri hlotið sinn „sess“, komizt í tízku og inn í sýnis- bækur bókmenntanna, þá hafi hlutur André Bretons verið vanmetinn, bæði sem skálds og höfundar í sundurlausu máli ...“ í sömu ritgerð hælir Ara- 156
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.