Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 75
LIST OG KAPÍTALISMI
irnar, sem síÖan eru stældar á ódýran
hátt í grófu formi í listaverkstæðun-
um, og á þennan hátt orka tízkukóng-
ar andhúmanismans á fjöldafram-
leiðsluna; og í öðru lagi, að sú list,
sem í hrokagikkshætti vísar þörfum
múgsins á bug og telur það sér til
ágætis að fáir einir skilji hana, er
þarmeð að ryðja braut fyrir sora
skemmtanaiðnaðarins. Eftir því sem
listamaðurinn dregur sig meir út úr
þjóðfélaginu verður auðveldara að
fóðra almenning á lapi villimannlegr-
ar múgvöru. „Afturhvarfið til villi-
mennskunnar“, sem ýmsir gervidul-
spekingar hafa lofsungið sem verð-
leika nútímalistar, sækir óhugnanlega
fast á í hinum síðborgaralega heimi.
Formalismi og raunsæi
Menn hafa bent á það og lagt á það
áherzlu, að formalisminn sé helzta
táknið um hnignun í síðborgaraleg-
um listum og bókmenntum, og hafa
síðan teflt raunsæinu fram gegn hon-
um. Þótt formalisminn láti óvefengj-
anlega til sín taka í mörgum þessara
lista- og bókmenntaverka, er hann þó
að mínum dómi engan veginn það
sem úrslitum ræður, það er inntakið,
þessi samfléttun nihilisma, mannlæg-
ingar, sundurbútunar, dulgervingar
og flótta frá þjóðfélaginu, sem fyrst
og fremst einkennir hnignunina. Og
því má heldur ekki gleyma, þótt þetta
sé viðurkennt, að hinn síðborgaralegi
heimur hefur einnig alið stórbrotna
raunsæishöfunda, og á ég þar ekki
einungis við Thomas Mann, Heinrich
Mann, Lion Feuchtwangler, Theodor
Dreiser, Sinclair Lewis og Roger
Martin du Gard heldur einnig Marcel
Proust og Robert Musil. Og ekki má
heldur láta sér sjást yfir það að sjálf
múgframleiðslan, sem afskræmir vit-
und svo margra er fjarri því að vera
formalismi, því formalískar morð-
sögur ellegar formalískur áróður
gegn kommúnisma væri vita áhrifa-
laus. Hættan stafar ekki af ljóðum
Mallarmés, sem sannarlega eru form-
alísk eða frá formalískri ljóðúðinni í
myndum Klees, hún er fólgin í harla
áþreifanlegri framleiðslu, sem á ekk-
ert skylt við formalisma, en er til þess
ætluð að sljóvga og heimska fjöld
ann.
Sósíaliskt raunsæi
List sú og bókmenntir, sem tala
ináli verkalýðsstéttarinnar og lýsa
henni, hin sósíalíska list með hinu
nýja inntaki sínu, hefur sett sósíalískt
raunsæi á oddinn. Þetta hugtak, sem
mótað var af Gorkí, hefur þráfaldlega
verið misskilið. Það er ekki ætlunin
að skapa nýjan og samræmdan stíl,
heldur er um það að ræða að ná list-
rænum tökum á nýju þjóðfélagslegu
innihaldi. Sósíalískt raunsæi er eng-
inn stíll, það er afstaða. Það er sú af-
staða, sem hinn sósíalíski rithöfund-
ur eða listamaður, sem handgenginn
er skilningi Marx, Engels og Leníns,
167