Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 80
GUÐMUNDUR BOÐVARSSON Poul P. M. Pedersen og þýðingar hans að er að fnllu ráðið að á næstunni komi út á danskri tungu safn íslenzkra nú- tímaljóða. Er hin danska þýðing gerð af skáldinu og rithöfundinum Poul P. M. Ped- ersen. Þessarar fréttar hefur verið getið í útvarpinu okkar hér heima, nokkur íslenzk blöð hafa og getið þessa, sérstaklega Morg- unblaðið. Þá hefur forlagið Munksgaard í Kaupmannahöfn þegar gefið út mjög smekklegt sýnishorn af þessu safni, 88 bls. bók, sem inniheldur þrjátíu og fjögur ljóð, lengri og styttri. Heitir sú bók Fra hav til jökel og hefur þýðandinn tileinkað bókina hinum kunna listvini Ragnari Jónssyni og frú hans, en Ragnar mun vera meðal fremstu stuðningsmanna þessa verks. Þá hefur og danska útvarpið gert sitt til þess að kynna útkomu þessa safns á sem virðu- legastan hátt með því að fá valda menn til þess að flytja dönskum hlustendum nokk- urn forsmekk þeirra kvæða, sem Poul P. M. Pedersen hefur þýtt og um stund hafa verið á Islandi kveðin. Tilkoma hins væntanlega safns íslenzkra ljóða á dönsku máli er því ekki ókunn leng- ur, hvorki þar eða hér. Enda er ekki aðeins ástæðulaust og heimskulegt að láta sér fátt um finnast slíkan atburð í heimi norrænna bókmennta, sem beinlínis snertir okkur, heldur ætti hann að vera okkur hið mesta fagnaðarefni á þeim dögum sem okkur myndi hvað mest virði menningarleg sam- staða með bræðrum okkar á norðurlöndum. En sérhver tilhöfðun þeirrar samstöðu, sér- hver ábending og sönnun í þá átt, sérhver ræktarvottur sem þessi, er einn sá hringur í varnarbrynju íslenzkrar menningar, nýrr- ar af fornri rót, sem þakka skal og fullan gaum gefa. Er hann því meira virði, sem harðar er að okkur sótt af framandi fyrir- bærum, sem tæpast verða kennd til menn- ingar, þó þeim sé á okkur þrýst af þeim er sízt skyldi. Enginn hlutur gerist af sjálfum sér. Bak við flutning eins ljóðs á aðra tungu, eins lít- ils erindis, einnar hendingar, liggur vinna, látlaust erfiði, þrotlaus leit hugans að því, sem bezt hæfir anda og búningi hins frum- orta kvæðis. Þar á hann kvölina sem á völ- ina, þýðandinn, sem ekki einasta þarf að kljást við tungumálið sjálft, heldur öll þau tengsl, öll jiau rök, sem til þess liggja að það, sem þýða skal, er hluti af sérstakri þjóð, sem er ein og útaf fyrir sig um land og sögu. Margur les þýdd ljóð án þess að leiða hugann að slíku. — En eins og ég gat um í upphafi þessa máls, þá má gera ráð fyrir að alþjóð sé kunnugt um útkomu þessa stóra safns íslenzkra nútímaljóða í danskri þýðingu. Hitt mætti vera að þýð- andinn sjálfur, Poul P. M. Pedersen, sé minna kunnur okkar á meðal en vert væri. Og meðal annars sem tilraun til þess að bæta þar ofurlítið úr, er þetta greinarkorn skrifað. Poul P. M. Pedersen er fæddur 7. nóv. 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.