Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 85
LEIKHÚS Leikrit Pirandellos, Sex verur leita höf- undar er þetta: Myrkur og áleitinn veru- leiki úr undirdjúpum þjóðfélagsins þreng- ir sér inní stofuleikinn, þar sem slíkum veruleika er ekkert rúm ætlað — á höfund- inn hafa leitað viðfangsefni, sem form stofuleiksins ekki rúma, hann hleypir þess- um verum inní verk sitt, án þess þó að með- taka ídeólógíu þeirra, afstöðu, lífsviðhorf. Þessvegna samsvarar verkið ekki mynd ör- eigans af öreiganum, heldur öllu fremur martröð borgarans gagnvart nýju þjóðfé- lagsafli. Við tilkomu veranna raskast form stofuleiksins undan pressu hins nýja inni- halds. Viðbrögð höfundarins gagnvart ver- unum eru í sjálfu sér vörn, tvísýn og tæp hugarleikfimi. I þessum átökum verður til tvískinnungurinn, sem er í senn heimspeki verksins og form þess — niðurstaðan er: þetta fólk er ekki til og sé það til í veru- leikanum þá er veruleikinn ekki annað en leikur og „blöff“. Þannig er afrek Piran- delIo9 fólgið í því að finna leikhússérhæf- ingu efahyggjunnar, sem ríður húsum hrömandi yfirstéttar og sanna henni með snjallri hugarleikfimi að manneskjan sé ekki til — við þetta nýtur hann styrks af margháttaðri og mótaðri hefð í sálargrufli og geðflókabendusmíð. Ef við nú athugum persónur Gestagangs blasir fyrst við sú staðreynd að þær eru slitnar úr samhengi við umhverfi allt — svo dyggilega að þær eiga ekki einu sinni fortíð — þó stundum séu tínd til liðin atvik að réttlæta gerðir þeirra með, virðist hvergi örla á því að þessi atvik hafi mótað fólkið að öðru leyti. Auður er með öllu ósnortin af því að hafa lifað í ástlausu hjónabandi og að því er virðist eðlilega, því skilningur- inn á góðborgaranum, Ólafi, nær ekki lengra en til fyrri hluta orðsins, einu mistök hans í lífinu eru að vera of góður. Gunnar er læknastúdent með nokkra náttúru til kvenna og annað vitum við ekki um hann. Jóhann er patent til að tengja taman form- brögð leiksins og skila orðaleikjaspeki höf- undar. Þannig verður ekkert eftir nema kynferðisleg sambönd persónanna innbyrð- is og þau heldur náttúrulaus þegar persónu- leikann vantar — öllu líkari grun unglings- ins milli vita um torkennilegan heim kyn- makanna. Enda eru sum samtölin frekast í ætt við það sem gagnfræðaskólakrakkar skrifast á í tímum þegar þeim leiðist: „... þú veist hvaS ég meina. Var minnst á mig? — Ojájá. Ólafi fannst þú reglulega viS- kunnanlegur piltur, kanske svolítiS ung- œSislegur og ójarSbundinn, en geSslegasti piltur. Hann gat þess til aS þú mundir vera skæður í hópi rómantískra ungmeyja, ekki veit ég á hverju hann byggir það! — Og hvað sagði hún? — Hún samsinnti vitaskuld öllu. sem liann sagði. Hvað gera ekki góðar og vel upp aldar eiginkonur? — En sagði hún ekkert sjálf ?“ í ljósi þessa er það ef til vill skiljanlegt að skólastelpan, Rúna, er nær því að vera lif- andi á köflum heldur en hin þó hún sé jafn samhengislaus og uppruna sneydd. Skáldið á þó fleiri strengi í hörpu sinni, og stund- um geta samtölin líka minnt á uppskrúfað kaffiboð yfirstéttarkellinga með Freud- delluna: „— Hvað hejur hlaupið i þig drengur? Þú sem varst fullur af stórum áformum fyrir nokkrum dögum. Amar eitthvað að þér í dag? — Ekkert frekar en vant er. Ég er bara vantrúaður á framtíðina og sjálfan mig. Ég held það sé einhver veila í mér, ég er svo einkennilega klofinn, og get ekkert að því gert. TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAK 177 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.