Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 91
UMSAGNIR UM BÆKUR gæfa og gjörvileikur. Og þetta viðhorf sýn- ist mér fá talsverða staðfestingu með um- mælum Kristjáns Albertssonar rithöfundar í inngangi bókar hans um Ilannes, en þar kveður hann meira að segja svo sterkt að orði að segja, að Ifannes hafi verið hinn eini, sem í lífi sínu og verki hafi haft „kraft og giftu til að lyfta merki“ þeirra beggja, Jóns Sigurðssonar og Jónasar Jíallgríms- sonar. Slíkt eru vissulega stór orð. Það er því eigi allskostar ófróðlegt né ónauðsyn- legt að fá saman setta á bók sögu þessa manns, sagnfræðilegt heimildarrit til skýr- ingar á persónunni og tímabili hans. Sú bók hlýtur að verða kærkomin hverjum þeim, er vill halda minningu forfeðranna í heiðri og sögu þjóðar sinnar. Og þetta verk hefur sem sagt Kristján Albertsson tekið að sér á vegum Almenna Bókafélagsins og ár- angurinn er fyrri hluti bókar um Hannes Hafstein, er út kom fyrir síðustu jól. Þótt eigi sé unnt að dæma að öllu leyti hvernig til hafi tekizt, þar sem aðeins er um helm- ing rits að ræða, tel ég þó árangurinn þann, að þrátt fyrir misfellur sé betur af stað far- ið en heima setið. Ber að fagna því, að höf- undur skuli hafa snúið sér að þeim verkefn- um, sem hann virðist allliðtækur til að inna af hendi. Ef hann heldur áfram á slíkri braut, kann svo að fara, að hann ávinni sér það höfundarnafn á Islandi, er hann hefur lengi keppt að. Ritið skiptist í 12 kafla, sem greina frá uppruna og ævi Hannesar Hafstein þar til hann er skipaður fyrsti innlendi ráðherrann árið 1903. Að öðru leyti skiptist verkið í tvennt að meginstofni. Fyrstu 6 kaflarnir f jalla um feril Hannesar fram að þeim tíma, er hann kveðnr sér hljóðs á sviði stjórn- mála, en hinir síðari greina frá sjálfstæðis- baráttunni frá Valtýsku til heimastjórnar. í fyrri hlutanum er sögupersónan í for- grunni. Þar er dregin upp mynd af ferli hans i bernsku, æskuárum fyrir norðan og skólaárum í Reykjavík og Kaupmannahöfn, skáldskapariðkunum hans og fyrstu árum á embættisbraut. t síðari hlutanum fjarlægist Ilannes nokkuð lesandann, hverfur í bak- sýn, en lögð er höfuðáherzla á að rekja stjórnmálasögu tímabilsins. I upphafi rekur höfundur hverjir stofn- ar stóðu að Hannesi og er þar eðlilega fyrirferðarmest frásögnin um föður hans, Pétur Havstein amtmann nyrðra. Fæst all- glögg mynd af sorgarsögu hins dugmikla og skapheita valdsmanns, lýst af nærfærni þeim raunum, er hann stríddi lengi við og lauk með brottvikningu úr embætti. Kann að vera að betur hefði mátt greina frá or- sökum þessarar raunasögu, en engan veginn skal mikið gert úr þeim ágalla. Að mínu áliti sýnist mér höfundur unna amtmanni sannmælis, þar sem greinir frá baráttu hans við fjársýkina upp úr miðri 19. öld. Þar urðu handtökin að verða snör, ef torvelda átti framgang þessa vágests nyrðra og mönnum sannarlega vorkunn þótt gripið yrði til niðurskurðar, svo sem aðstæðum þá var háttað, en í því hafði Pétur Havstein forystu. — Lesendur fá einnig upp dregna góða mynd af móður Hannesar, Kristjönu Gunnarsdóttur frá Hálsi í Fnjóskadal, hinni dugmiklu konu, sem átt hefur erfiða daga, bæði í sambúð við skapheitan eiginmann og síðar, er hún hefur misst hann. Trú hennar á syninum og uppörvanir hafa fleytt honum drjúgum áleiðis til farsæls mann- dóms. í þeim köflum, er segja frá skólaárum Hannesar, er skýrt ljóslega frá skálda- draumum hans og bókmenntaiðkunum, hversu hann megnar að vinna sér sess sem efnilegt og vaxandi ljóðskáld, er mikils mátti af vænta, ef hann helgaði sig þeirri listgrein er fram liðu stundir. Sú saga er athyglisverð fyrir þær sakir, að þar eiga í harðri baráttu þráin til að sinna persónu- legum hugðarefnum, — að leggja stund á 183
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.