Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 5
ÖLMUSUR KÓNGSINS að væri gaman ef einhver vildi taka sig til og kanna og rita söguna af samskiptum ís- lenzks fjárveitingavalds við rithöfunda og listamenn, því það er skrítin saga.1 Það er reyndar ekki víst nema í ljós kæmi ýmiskonar merkilegt samræmi í afstöðu fjárveitinga- valdsins til listamanna frá upphafi þeirra samskipta til þessa dags. Það er til að mynda eins og spásögn um hugkvæmni úthlutunarnefndar við bókmenntamat á síðustu árum að fyrstu skáldalaun Alþingis, árið 1891, eru veitt Matthíasi Jochumssyni og — Torfhildi Hólm. Þó ber þess að geta að Matthías hlaut 100 krónum hærri umbun en Torfhildur: það er alls óvíst að úthlutunarnefnd sú sem nú dregur listamenn í dilka hefði gert sig seka um slíka hlutdrægni, ef hún hefði á annað borð átt kost á að gera upp á milli Matth- íasar og Torfhildar. Þá væri samflot þeirra Þorsteins Erlingssonar og Valdimars Briems á fjárlögum eftir 1900 ekki neitt ósamboðið bókmenntasmekk Sigurðar Bjarnasonar & Co. Einna lengst mun þó frægð Alþingis sem bókmenntadóms ljóma af því verki sem það framdi árið 1897, þegar það svipti Þorstein Erlingsson þeim skáldlaunum sem hann hafði þá notið í tvö ár; það stóð sem sé þannig á að Þyrnar komu út í fyrsta sinn nokkrum mánuðum áður en Alþingi var kvatt saman 1897. Enn er það svo að rithöfundi sem notið hefur skáldalauna er mun hættulegra að gefa út bók en ekki, ef hann vill halda þeim áfram. Ef til vill mundi þó stöðugast og óhagganlegast samhengi í sögu listamannalauna koma fram í því hve fjárveitingavaldinu hefur alla tíð verið ósýnt um að skilgreina hlutverk og eðli þeirrar þóknunar sem það hefur sæmt rithöfunda og listamenn. Því hefur í rauninni aldrei tekizt að kveða upp úr með það hvort heldur væri um að ræða laun, verðlaun, starfs- styrk, sjúkrastyrk, ellilaun eða ölmusu. Af þessari óvissu hefur einkum stafað öll sú óvirðu- lega ringulreið sem jafnan hefur ráðið í þessum efnum. Þegar betur er að gáð mun þó sennilega koma í ljós að í þeim margháttuðu deilum sem orðið hafa á þingi og utan þess um fjárveitingar til rithöfunda og listamanna, hafi undir niðri mætzt tvær aðaltilhneiging- ar, tvær öndverðar stefnur: stefna þeirra sem hafa ávallt litið á rithöfunda og listamenn eins og einhverja utanveltubesefa og sníkjudýr þjóðfélagsins, sem ekki ættu heimtingu á neinum launum frá þvi, en mætti eftir geðþótta valdsmanna og í ákveðnum kringum- stæðum veita óverðskuldaða náð; og stefnu hinna sem álitu að listamenn væru full- gildir aðilar þjóðfélagsins, með réttindi og skyldur, og ættu skilið laun fyrir mikilvægt starf. Undirrituðum virðist að þrátt fyrir allt, og enda þótt Alþingi léti einmitt undir höfuð leggjast að skýra fyrir sjálfu sér og öðrum tilgang þessara fjárveitinga, þá hafi lengi vel hin síðamefnda tilhneiging verið meira ráðandi hjá þingmönnum og þeim sem þingið hefur fengið umboð sitt. Það er í rauninni furðulegur vottur um viður- kenningu meirihluta þingmanna á þjóðfélagslegri nauðsyn bókmennta, að skáld sem mætti þó jafn mikilli andúð og Þorsteinn Erlingsson skyldi mestan hluta höfundarævi sinnar njóta launa frá þjóðinni, veittra af Alþingi. Og ég hygg ennfremur að bráðlega muni augu manna fara að opnast fyrir því hversu merkilegt það er að jafn „hættulegur" höfundur og Halldór Laxness skyldi fá skáldalaun frá ríkinu í nær tíu ár áður en hafnar voru efnahags- 1 Gils Guðmundsson birti í Helgajelli 1946 upphaf að sögulegu yfirliti um meðferð Al- þingis á þessum málum, en því miður hefur framhald þeirrar ritgerðar aldrei komið á prent. 195

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.