Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 9
„FRAKKAR YFIRGEFA ALSÍR“ TJ itstjórnargrein með þessum titli birtist í Morgunblaðinu 3. júní síðastliðinn. Rit- stjórinn ræðir fyrst um þann „hrylling" sem morðverk O.A.S. í Alsír hafi vakið mönnum, og sé þó „heimurinn orðinn ýmsu vanur“. Því næst er þess reyndar getið að menn furði sig svo mjög á hryðjuverkum O.A.S. einkum vegna þess að erfitt sé að skilja að þau „geti haft nokkum tilgang að yfirskini". Þessi vamagli mun sleginn vegna þess að áður en O.A.S. hóf iðju sína í Alsír, hafði her franska ríkisins stundað þar svipað starf í sjö ár og drepið að jafnaði allan þann tíma milli 300 og 400 Alsírmenn á dag. Eftir frétt- um að dæma, þegar þetta er ritað, hefur O.A.S. ekki komið því við að drepa nema 40 til 50 á dag í mesta lagi. Á eftir þessum samúðarríku hugleiðingum segir höfundur að það muni „þykja góðar fréttir (??), að allur þorri Evrópumanna (í Alsír) virðist nú hafa áttað sig á því að menn af þeirra kyni hafa fyrirgert því öryggi, sem þeir ef til vill gátu áður vænzt undir komandi stjóm Araba“. Síðan kemur aðalefni leiðarans: En um leiS og Frakkar yfirgefa Alsír, er vert aS minnast þess hvert erindi þeir áttu til þessa lands, sem þeir hafa stjórnaS hátt á aSra öld. Alsír var öldum saman eitt illrœmdasta sjórœningjabœli í heimi, alla tíS fram á síSustu öld. ÞaSan komu sem kunnugt er skipin sem frömdu svokallaS Tyrkjarán á íslandi á 17. öld. Landstjórnarmenn. í Alsír rökuSu saman auSœfum á vel skipulögSum sjóránum, aSallega í MiSjarSarhafi, og sölu á fólki til þrœldóms, bceði herteknu fólki úr Evrópu og svertingjum. Má furðulegt heita hversu lengi EvrópuþjóSir létu þeim haldast uppi allan þann þjófabálk. Loks tóku Bandarikjamenn sig til og gjöreyddu rœningjaflota Alsír á árunum 1815—16. En jlotinn var endurbyggSur, og ekki leiS á löngu þangað til skipum var að nýju ekki vœrt á Miðjarðarhaji fyrir rœningjaskipum frá Alsír. Þá ákváSu Frakkar að ganga milli bols og höfuðs á þessum barbarahœtti, hertóku Alsír 1830, og stjórnuðu þar upp frá því. Franskt framtak, tœkni, fjármagn og menning gerbreytti landinu. ÁSur voru sjórán og mansal aSalatvinnuvegir við ströndina, en inni í landi bjuggu hirðingjar í tjöldum, og ráku frumstœðan landbúnað og kvikfjárrœkt. Frakkar breyttu stórum órœktarsvœðum í frjó akurlönd, lögðu vegi og jámbrautir, reistu borgir á ströndinni, komu upp margskonar iðnaði, juku framleiðslu og verzlun landsins með hverjum áratug. Ritstjómargreinar dagblaða gleymast fljótlega, blöðin glatast, og fáir fletta þeim í ann- að sinn. Tímarit Máls og menningar vill stuðla að því að þessi leiðari verði í minnum hafður, og telur enga þörf að setja við hann útskýringar. Þó má kannski geta þess að rök- semdir þær sem leiðarahöfundur notar munu nú að mestu hættar að sjást í frönskum borgarablöðum, nema þá í Aurore og Petit-Parisien, en þau blöð hafa einmitt stutt O.A.S. af mikilli hreysti fram í rauðan dauðann. S.D. 199
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.